Fréttir eftir árum


Fréttir

Háskólinn í Reykjavík úthlutar 24 milljónum til rannsókna í samstarfi við atvinnulífið

24.5.2016

Samstarfsaðilar Háskólans í Reykjavík: Icelandair Group, Isavia, LS Retail og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi veita samtals 24 milljónir króna til rannsókna á meistara- og doktorsstigi við háskólann skólaárið 2016-2017.

Öflug tengsl við atvinnulífið eru ein af grunnstoðum Háskólans í Reykjavík og vinna nemendur og fræðimenn meðal annars rannsóknar- og nýsköpunarverkefni í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. Nýverið úthlutuðu samráðsnefndir HR og eftirfarandi samstarfsaðilar háskólans 24 milljónum til rannsóknarverkefna meistara- og doktorsnema við HR:

Icelandair Group

IcelandairGroupIcelandair Group veitir 5 milljónir króna í eftirfarandi rannsóknaverkefni á meistara- og doktorsstigi við HR skólaárið 2016-2017:

 • Impact of Icelandair's social media message design and content on customer behavior, undir leiðsögn Valdimars Sigurðssonar, dósents og R. G. Vishnu Menon, stundakennara við viðskiptadeild.
 • Monitoring cognitive workload in aviation by monitoring speech, undir leiðsögn Jóns Guðnasonar, lektors við tækni- og verkfræðideild og Kamillu Rúnar Jóhannsdóttur, lektors og forstöðumanns BSc náms í sálfræði við viðskiptadeild.
 • Analytical methods for revenue management and price optimization, undir leiðsögn Hlyns Stefánssonar, dósents við tækni- og verkfræðideild.
 • Connectivity in Air Transportation, undir leiðsögn Þorgeirs Pálssonar, prófessors og Hlyns Stefánssonar, dósents við tækni- og verkfræðideild.

Isavia

Isavia logoIsavia veitir rúmar 11 milljónir króna í eftirfarandi rannsóknaverkefni á meistara- og doktorsstigi við HR skólaárið 2016-2017: 

 • Financial Assessment and Risk Analysis for Airport Parking Investment, undir leiðsögn Páls Jenssonar, prófessors og Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild.
 • Airport Hotel Financial Assessment and Risk Analysis, undir leiðsögn Páls Jenssonar, prófessors og Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild.
 • Viðhald á malbikuðum slitlögum, undir leiðsögn Haraldar Sigþórssonar stundakennara við tækni- og verkfræðideild.
 • Airport Lounge, undir leiðsögn Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild.
 • Construction Plan of the 3rd Runway, undir leiðsögn Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild.
 • Task Load Assessment in Air Traffic Control, undir leiðsögn Jóns Guðnasonar, lektors við tækni- og verkfræðideild, Kamillu Rúnar Jóhannsdóttur, lektors og forstöðumanns BSc náms í sálfræði við viðskiptadeild og Arnab Majmudar við Imperial College London.
 • Towards Safe Trusted Automation for Air Traffic Control, undir leiðsögn Kristins R. Þórissonar, prófessors við tölvunarfræðideild og Þorgeirs Pálssonar, prófessors við tækni- og verkfræðideild.

LS Retail

LS-RetailLS Retail veitir 4 milljónir króna í eftirfarandi rannsóknaverkefni á meistarastigi:

 • Churn Prediction and Customer Segmentation Using Data Mining and Machine Learning Methods, undir leiðsögn Hlyns Stefánssonar, dósents og Eyjólfs Inga Ásgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild.
 • Basket Analysis and Customized Offers Using Data Mining and Machine Learning Methods, undir leiðsögn Hlyns Stefánssonar, dósents og Eyjólfs Inga Ásgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild.

SFS

SFS_logo_CMYK-copy_rgb_600_600Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi veita 4 milljónir króna í eftirfarandi rannsóknaverkefni á meistarastigi: 

 • Fish Consumption and Distribution in Iceland: a B2C study, undir leiðsögn Valdimars Sigurðssonar, dósents og R. G. Vishnu Menon, stundakennara við viðskiptadeild.
 • Biodiversity Beyond National Jurisdiction - the Icelandic Perspective, undir leiðsögn Bjarna Más Magnússonar, lektors við lagadeild.
 • Bestunarlíkan af ráðstöfun afla í fiskvinnslu, undir leiðsögn Páls Jenssonar, prófessors og Hlyns Stefánssonar, dósents við tækni- og verkfræðideild.