Fréttir eftir árum


Fréttir

Haustönnin hafin með metfjölda erlendra nemenda

17.8.2016

Í dag hefja um 1500 nýnemar nám við Háskólann í Reykjavík. Vikan hófst með nýnemadegi fyrir erlenda nemendur og í gær, þriðjudag, bættust íslenskir nemendur í hópinn. Þjónustan, húsnæðið, reglur um nám og fyrirkomulag var kynnt fyrir nýnemum og þeir fóru meðal annars í ratleik um háskólabygginguna. 

Nemendur sem koma erlendis frá eru í ár um 200 talsins en þetta er mesti fjöldi erlendra nemenda sem um getur í sögu háskólans. Nemendurnir eru hingað komnir til að stunda nám við háskólann við hinar ýmsu deildir í eitt eða fleiri misseri. Þeir koma alls staðar að úr heiminum, Ástralíu, Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu. Óhætt er að segja að þessi alþjóðlegi hópur hleypi lífi í háskólalífið og auki á fjölbreytileika í HR.

Hópur erlendra nemenda situr í tröppunum í Sólinni

Í ár hefja um 200 erlendir nemendur nám við HR

Nýir nemendur eru skráðir í fjórar akademískar deildir háskólans, viðskiptadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og lagadeild. Þetta haustið hefst kennsla í fyrsta sinn í nýjum námsbrautum við viðskiptadeild, BSc-nám í hagfræði og diplómanámi í haftengdri nýsköpun í Vestmannaeyjum. 

Nýir nemendur í HR skoða upplýsingablað

Við bjóðum alla nýja nemendur velkomna í HR.

Sjá myndir frá nýnemadögum á Facebook-síðu HR