Fréttir eftir árum


Fréttir

Heilbrigðistæknisetur HR hlýtur stóran styrk úr rammáætlun ESB

Rannsóknir í HR

14.6.2022

SINPAIN-slitgigtarverkefninu var nú í maí 2022 úthlutað 6 milljónum evra eða 840 milljónum króna í styrk af Evrópska rannsóknarráðinu (European Research Council) og rammaáætlun Evrópusambandsins með yfirskriftina "Horizon Europe". Heilbrigðistæknisetur Háskólans í Reykjavík er hluti af þessu verkefni. Forstöðumaður Heilbrigðistækniseturs HR er Paolo Gargiulo, prófessor í verkfræðideild HR. Setrið var sett á fót við Háskólann í Reykjavík árið 2014 í samvinnu við Landspítala. Markmið setursins er að rannsaka og þróa lausnir fyrir heilbrigðisgeirann.

P1095714

Paolo Gargiulo, prófessor í verkfræðideild HR og forstöðumaður Heilbrigðistæknisetursins, ásamt samstarfsfólki.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er slitgigt ein stærsta ástæða hreyfihömlunar hjá eldra fólki og er talin algengur sjúkdómur og þar með forgangsverkefni í rannsóknum í Evrópu. SINPAIN-verkefnið miðar að því að þróa örugga, skilvirka, hagkvæma og háþróaða meðferð til að meðhöndla slitgigt í hné. Eins og er er engin lækning til við sjúkdómnum, en SINPAIN hefur sett sér metnaðarfull og krefjandi markmið um að þróa nýja tækni sem gerir það kleift að veita sjúklingum persónulega meðferð í baráttunni við slitgigt.

"Takmarkið er að þróa sértæka meðferð til að draga úr verkjum og framvindu slitgigtar. Aðferðir okkar byggja á að skoða ákveðna tegund RNA erfðaefnis meðal sjúklinga sem veitir okkur aukinn skilning og innsýn í sjúkdóminn. Þannig getum við bætt þær aðferðir sem þegar eru til staðar við greiningu á sjúkdómnum og stutt við þau inngrip sem kunna að vera nauðsynleg í framhaldinu," segir Paulo Gargiulo hjá HR.

Heilbrigðistæknisetrið hefur verið leiðandi í rannsóknum á sviði heilbrigðisverkfræði, en SINPAIN verkefnið er unnið í samstarfi við fjölda háskóla og fyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum. Árið 2018 hlaut annað verkefni, sem setrið er aðili að, 5,5, milljón evra eða 770 milljóna króna styrk úr sama sjóði, en þar var um að ræða íslenskan hluta rannsóknaverkefnisins RESTORE. Í kjölfarið á áhrifum þeirrar rannsóknar var mögulegt að sækja aftur úr sjóðnum fyrir SINPAIN verkefnið.

 
///

RESEARCH AT RU: THE MEDICAL TECHNOLOGY CENTRE AT REYKJAVIK UNIVERISITY RECEIVES A BIG EU GRANT

The SINPAIN project for knee osteoarthritis, of which The Medical Technology centre at Reykjavik University, is a part, has received a six million euro grant for the project. The centre is led by Paolo Gargiulo, an engineering professor at the university.

The SINPAIN project aims to develop novel siRNA advanced therapy. The project will create models from biopsies of patients that allow a deep insight into knee osteoarthritis and will generate advanced siRNA-based products that help alleviate pain and slow down disease progression. The final goal is to develop a numeric and graphic patient-specific cartilage profile to support decision-making and customize tissue-engineered solutions.

The Medical Technology is a lab established in 2014 in collaboration with Landspitali with the aim of researching and developing engineering solutions that can be implemented in a clinical setup. The lab is recognized as a centre of excellence for advanced image analysis and a pioneer in surgical planning and 3D modelling.