Heildstæð og vel heppnuð umræða skapaðist
Árleg CDIO-ráðstefna í Háskólanum í Reykjavík
Juha Kontio, lektor við verkfræði- og viðskiptadeild Háskólans í Turku var meðal stjórnenda hinnar alþjóðlegu CDIO ráðstefnu sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík nú í júní. Juha segir ráðstefnuna hafa heppnast afar vel. Ánægjulegt hafi verið að ræða CDIO-aðferðafræðina meðal kollega víðs vegar að úr heiminum og læra hvert af öðru. Mótun námsbrauta í anda CDIO á að tryggja að nemendur fái lausnamiðaða tæknilega færni sem vinnuveitendur sækjast eftir, án þess að slegið sé af fræðilegum kröfum. Til að ná þessum markmiðum er með CDIO samstarfsnetinu haft frumkvæði að því að veita háskólum innan þess leiðbeiningar og stuðning við verkfræðinám.
Þrjú megin viðfangsefni römmuðu inn viðamikla dagskrá ráðstefnunnar í ár. Hið fyrsta voru áskoranir varðandi orku og sjálfbærni á Íslandi, annað þróun í verkfræðikennslu við NTNU (Norska háskóla vísindi og tækni) og hið þriðja kennsla og nám. Þessi málefni tengdust vel yfirskrift ráðstefnunnar sem var að; Að lifa af og dafna – Framtíðin undirbúin og skapaðist heildstæð umræða um það sem nú er helst í deiglunni innan CDIO samfélagsins.
Juha bætir við að Háskólinn í Turku hafi verið innan CDIO frá árinu 2007 og síðan þá hafi verið unnið ötullega að því að innleiða hugmyndafræðina bæði í verkfræði- og viðskiptadeild háskólans. „Ég hef verið meðlimur í CDIO ráðinu frá 2015 og tekið þátt í ráðstefnum þess síðastliðin ár þá sérstaklega er varðar verklega kennslu. Einnig hef ég unnið að framþróun hugmyndafræðinnar á ýmsum grundvelli innan háskólasamfélagsins. Þá skipulögðum við í Háskólanum í Turku haustfund samtakanna 2009 og ráðstefnuna árið 2016 og munum skipuleggja haustfundinn aftur nú í haust.
///
The main theme of the Conference was Surviving and Thriving - Preparing for the Future.Juha Kontio, Dean at the Faculty of Engineering and Business, Turku University of Applied Sciences, and one of the organizers this year says the conference was very successful.
It was wonderful to see colleagues from all over the world, discuss engineering education, and learn from each other. The conference was very well organized, and the venue worked well for the different conference activities
The key aim of CDIO is to improve engineering education and strengthen the ability of graduates to answer the real-world demands of working life. The purpose of CDIO initiative is therefore to provide tools and guidelines as well as support engineering programs to reach these goals.
„Our university joined CDIO in 2007. Since then, we have actively implemented CDIO in our engineering and business programs. I have been part of the introductory workshop presenters for several years, especially in active learning. Lately, I have been advancing CDIO framework on Peer-to-peer support working groups as well as faculty professional development workshops."