Fréttir eftir árum


Fréttir

Heillaráð á óvissutímum frá námsráðgjöf HR

19.3.2020

Hlúum að andlegu hliðinni

Á svona fordæmalausum tímum, þar sem Corona-veiran breiðir sig yfir alheiminn, er mikilvægt fyrir okkur að hlúa að andlegu hliðinni. Dr. Alice Boyes gefur nokkur góð ráð út frá bók sinni The Healthy Mind Toolkit sem er fáanleg á Amazon á Kindleformi. Hér fyrir neðan eru heillaráð á óvissutímum sem námsráðgjöf HR tók saman. 

Nemandi situr með kaffi í Sólinni

Almennt viltu hafa stjórn á öllu sem þú mögulega getur og sættir þig við það sem þú getur ekki stjórnað. 

Til dæmis það að þvo þér um hendurnar er eitthvað sem þú getur stjórnað. Að skólum sé lokað, er það ekki. Fólk sem á auðvelt með að þrífast í svona aðstæðum eru sveigjanlegri manneskjur en ella. Þau geta mætt þeim á lausnamiðaðan hátt en á sama tíma sætt sig við það sem þau geta ekki breytt.

Gerðu stuttan lista yfir mikilvægar aðgerðir sem geta dregið úr áhættu á andlegu ójafnvægi. 

Mundu að of margar hugmyndir geta orðið yfirþyrmandi. Hugaðu að andlegri og tilfinningalegri heilsu, hlutum sem hjálpa þér að fara í gegnum verkefni dagsins, hugleiðsla, jóga, göngutúrar eru allt góðar leiðir til að hlúa að andlegu jafnvægi.

Sammannlegt fyrirbæri: þetta ástand hefur áhrif á alla. 

Sama hvað þú ert að kljást við, þá ertu ekki eina manneskjan í þeirri stöðu. Það hjálpar að minna sig á að maður er ekki einn að glíma við þetta óvissuástand. Við erum saman sem samfélag og getum hjálpað hvert öðru.

Notaðu sköpunarkraftinn. 

Ef þú ert búin/n að skipuleggja eitthvað ferðalag sem þarf að fresta fram á sumar eða haust, gerðu eitthvað annað í staðinn, notaðu tækifærið til að kynnast nærumhverfinu á annan hátt, skoðaðu það með augum ferðamannsins.

Að lokum er vert að hafa það í huga að þetta er ekki eina hremmingin sem mannkynið hefur lent í. 

Áföll eru hluti af lífinu og seigla og þrek manneskjunnar eflist í gegnum erfið verkefni.

Ráðgjöf til nemenda

Námsráðgjöf HR býður upp á einstaklingsviðtöl og heldur utan um sálfræðiþjónustu. 

Panta viðtal hjá ráðgjafa - sjá leiðbeiningar á síðu námsráðgjafar