Fréttir eftir árum


Fréttir

Hello, human

13.1.2015

Drón í HROfurtölvan HAL 9000 úr þeirri þekktu kvikmynd „2001: A Space Odyss­ey“ var ákölluð í HR um helgina. Fyrirtækið OZ stóð fyrir forritunarkeppni fyrir flygildi og voru því drónar á flugi um háskólabygginguna.  Andri Mar Björg­vins­son, tölv­un­ar­fræðing­ur hjá Koli­bri, lýsir þátttöku sinni í keppninni í frétt á mbl.is. Þar lýsir hann því þegar dróninn ávarpaði HAL 9000.
 
„Hann sá mann­eskj­una en þegar hann fór aðeins til hliðar hætti hann að sjá hana. Þá sagði hann „Dave, I'm so alone".

Dróninn var bú­inn mynda­vél og ýms­um skynj­ur­um sem gerðu hon­um kleift að þekkja and­lit fólks.

„Við fór­um mikið út í að hugsa um að gera leiki fyr­ir drón­ann að gera. Eitt var að fara og heilsa fólki. Hann fór upp að fólki og þegar hann var kom­inn nógu ná­lægt sagði hann: „Hello, hum­an“ og fór svo til baka og fór að leita að ein­hverj­um öðrum,“ seg­ir Andri Mar.

Drón­inn var tengd­ur þráðlausu neti en í gegn­um það gátu stjórn­end­ur hans gefið hon­um skip­an­ir. Skynj­ar­arn­ir og nem­arn­ir gáfu þeim upp­lýs­ing­ar um hversu ná­lægt drón­inn væri fólki og gátu stjórn­end­ur hans þannig fært hann nær því eða fjær.

Mynd: mbl.is

Lesa fréttina á mbl.is