Fréttir eftir árum


Fréttir

Almar, Númi og Ívar hlutu styrki til náms við iðn- og tæknifræðideild

18.2.2020

Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík veitti þrjá styrki til náms við deildina á árlegri nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur (IMFR) sem haldin var í byrjun febrúar.

Nýsveinarnir sem hlutu viðurkenningu iðn- og tæknifræðideildar eru Almar Daði Björnsson, rafeindavirki, Ívar Orri Guðmundsson, sveinn í múriðn og Númi Kárason, sveinn í húsasmíði.

Þegar byrjaðir í iðnfræði

Þeir nýsveinar sem fá viðurkenningu hafa náð framúrskarandi árangur á sveinsprófi. Styrkhafar eru valdir af sérstakri nefnd sem tekur viðtal við fjöldann allan af nýsveinum þar sem meðal annars er farið yfir framtíðarplön og námsárangur. Tveir þeirra sem hlutu styrki hafa þegar hafið nám í iðnfræði og Ívar hefur þegar lokið einni önn í byggingariðnfræði.

Wimfr-nysveinar_080220_jsx1335Styrkhafarnir þrír á Nýsveinahátíð IMFR. Frá vinstri: Katrín Þorkelsdóttir hjá IMFR, Númi Kárason, Almar Daði Björnsson, Ívar Orri Guðmundsson og Hera Grímsdóttir, forseti iðn- og tæknifræðideildar. 

Námið við iðn- og tæknifræðideild

Við iðn- og tæknifræðideild HR er boðið upp á nám í byggingafræði, tæknifræði á þremur brautum (byggingartæknifræði, rafmagnstæknifræði og vél- og orkutæknifræði) og iðnfræði á þremur brautum: byggingariðnfræði, rafiðnfræði og véliðnfræði. Einnig er hægt að ljúka diplómanámi í rekstrarfræði og upplýsingatækni í mannvirkjagerð.

Wimfr-nysveinar_080220_jsx1331Hera Grímsdóttir, forseti iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík, afhenti styrkina og hélt ræðu á Nýsveinahátíð IMFR.

Nýsveinahátíð IMFR

Nýsveinahátíð IMFR var haldin í Tjarnarsal Ráhúss Reykjavíkur. Forseti Íslands, sem jafnframt er verndari hátíðarinnar, Páll Magnússon, ráðuneytisstjóri og Pawel Bartosek fluttu ræður af þessu tilefni. 23 nýsveinar fengu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur en 14 þeirra hlutu sérstök verðlaun skóla og styrktaraðila tengt áframhaldandi námi þeirra, og þar af þrír frá Háskólanum í Reykjavík eins og áður kom fram. 

Myndir: IMFR.