Fréttir eftir árum


Fréttir

Hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur í eðlisfræði

5.3.2019

Verðlaun Eðlisfræðifélags Íslands voru veitt á aðalfundi félagsins síðastliðinn föstudag. Félagið hefur undanfarin ár veitt hvatningarverðlaun fyrir bestan árangur í eðlisfræðinámskeiðum á fyrsta ári, bæði fyrir nemendur í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

Verðlaunin voru veitt bæði fyrir skólaárið 2016-2017 og 2017-2018. Nemendurnir við HR sem hlutu verðlaunin fyrir bestan samanlagðan námsárangur í Eðlisfræði 1 og 2 voru Hinrik Þráinn Örnólfsson (námsárið 2016-2017) og Orri Steinn Guðfinnsson (námsárið 2017-2018). Hinrik Þráinn er á þriðja ári í rekstrarverkfræði og Orri Steinn er á öðru ári í vélaverkfræði.

Hópur fólks stendur saman og stillir sér upp fyrir myndatökuFrá verðlaunaafhendingunni, frá vinstri: Ari Ólafsson kennari við HÍ, Ágústa Loftsdóttir formaður EÍ, Brynjar Ingimarsson, Hinrik Þráinn, Matthías Baldursson Harksen, Orri Steinn og Sigurður Ingi Erlingsson, prófessor við  HR.