Fréttir eftir árum


Fréttir

Hlutu verðlaun fyrir vísindagrein

Vísindagreinin „A Monitoring Tool for the Linear-Time μHML“ var valin sú besta á ráðstefnunni DisCoTec 2022

6.7.2022

Fræðimenn við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík hlutu á dögunum verðlaun fyrir bestu vísindagreinina. Greinin kallast „A Monitoring Tool for the Linear-Time μHML“ og er hún eftir þau Luca Aceto, forseta tölvunarfræðideildar HR, Antonios Achilleos, lektor í HR, Duncan Paul Attard, doktorsnema við HR og Háskólann á Möltu, Léo Exibard nýdoktor í HR, Adrian Francalanza, kennara við Möltuháskóla, Önnu Ingólfsdóttur prófessor í HR og Karoliinu Lehtinen, vísindakonu við LIS, Aix-Marseille háskóla.

Opin hvít bók þar sem blöðin flettast.

Vísindagreinin var valin sú besta á þremur ráðstefnum sem saman mynda alþjóðlegu ráðstefnuna DisCoTec 2022. Ráðstefnurnar þrjár eru:

  • COORDINATION 2022 - International Conference on Coordination Models and Languages,
  • DAIS 2022 - International Conference on Distributed Applications and Interoperable Systems, and
  • FORTE 2022 - International Conference on Formal Techniques for Distributed Objects, Components, and Systems.

DisCoTec 2022 er einn þeirra stærstu viðburða sem styrktir eru af Alþjóðasamtökum um upplýsingavinnslu (e. the International Federation for Information Processing (IFIP)) og Evrópusamtökum um forritunarmál og -kerfi (e. the European Association for Programming Languages and Systems (EAPLS)). DisCoTec 2022 var haldin í IMT School for Advanced Studies Lucca á Ítalíu dagana 13.-17. júní síðastliðinn.

Luca-Aceto

Luca Aceto, forseti tölvunarfræðideildar HR er einn af höfundum vísindagreinarinnar. 

Á DisCoTec ráðstefnunni er safnað saman upplýsingum frá ráðstefnum og vinnustofum sem spanna breitt svið tölvufræðinnar, allt frá fræðilegum grunni, prófunum og sannprófunaraðferðum til málhönnunar og kerfisútfærslu.

Í vísindagreininni sem var verðlaunuð er fjallað um hugbúnaðarverkfæri sem notuð eru til að kanna hvort tölvukerfi sem þróuð eru á forritunarmálinu Erlang, hegði sér eins og hönnuðir bjuggust við að þau gerðu.

////

Best paper award to researchers at the Department of Computer Science: The paper "A Monitoring Tool for the Linear-Time μHML" by Luca Aceto (RU), Antonis Achilleos (RU), Duncan Paul Attard (RU and University of Malta), Léo Exibard (RU), Adrian Francalanza (University of Malta), Anna Ingólfsdóttir (RU) and Karoliina Lehtinen (LIS, Aix-Marseille University) has been selected as the best paper at the three conferences that make up DisCoTec 2022, namely;

  • COORDINATION 2022 - International Conference on Coordination Models and Languages,
  • DAIS 2022 - International Conference on Distributed Applications and Interoperable Systems, and
  • FORTE 2022 - International Conference on Formal Techniques for Distributed Objects, Components, and Systems.

DisCoTec 2022 is one of the major events sponsored by the International Federation for Information Processing (IFIP) and the European Association for Programming Languages and Systems (EAPLS). It gathers conferences and workshops covering a broad spectrum of distributed computing subjects — from theoretical foundations, formal description techniques, testing, and verification methods to language design and system implementation. The event occurred at the IMT School for Advanced Studies Lucca from 13-17 June 2022. 

The paper presents an open-source software tool for checking whether computing systems developed in the programming language Erlang, which is used for massively parallel applications, behave as their designers expected them to do.