Fréttir eftir árum


Fréttir

„Þetta snýst um fá viðurkenningu fyrir að hafa lagt alla þessa vinnu á sig“

27.9.2019

Nemendur sem náðu framúrskarandi árangri í námi á síðustu önn voru afhentar viðurkenningar í gær, fimmtudaginn 26. september. Athöfnin var haldin í Sólinni í HR venju samkvæmt og var vel sótt af nemendum og aðstandendum þeirra.

Nemendurnir sem hlutu viðurkenningar komast á forsetalista og fá skólagjöld annarinnar niðurfelld. Sviðsforsetar tæknisviðs og samfélagssviðs afhentu styrki fyrir deildir sviðsins. Að auki fá nýnemar sem náðu framúrskarandi árangri í framhaldsskóla styrk og jafnframt skólagjöldin niðurfelld. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, afhenti nýnemastyrkina.

Einnig voru frumkvöðlaverðlaun Guðfinnu S. Bjarnadóttur afhend en þau hlýtur sá hópur sem átti bestu viðskiptaáætlunina í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja sem var haldið í vor. Bókaútgáfan Codex veitti framúrskarandi nemanda í lagadeild hvatningarverðlaun. Ása Björk Stefánsdóttir, forstöðumaður kennslusviðs, stýrði athöfninni og Helena Sveinborg Jónsdóttir, nemandi á forsetalista verkfræðideildar, flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Að athöfn lokinni var boðið upp á léttar veitingar.

Nýnemastyrkir

Forsetalisti 2019

Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, ásamt hópi nýrra nemenda HR sem hlutu nýnemastyrk. Neðst í fréttinni má sjá lista yfir alla handhafa nýnemastyrksins.

Nemendur á forsetalista samfélagssviðs

Forsetalisti 2019

Nemendur á forsetalista sálfræðideildar ásamt forseta samfélagssviðs, Ragnhildi Helgadóttur. Nemendur eru: Inga Katrín Guðmundsdóttir og Jóhanna Margrét Gunnarsdóttir.

Forsetalisti 2019

Nemendur á forsetalista viðskiptadeildar (viðskiptafræði og hagfræði) ásamt forseta samfélagssviðs og deildarforsetanum Friðriki Má Baldurssyni. Nemendur í viðskiptafræði eru: Elín Helga Lárusdóttir, Helgi Gunnar Jónsson, Sædís Lea Lúðvíksdóttir. Nemendur í hagfræði: Hjördís Lilja Örnólfsdóttir og Hávar Snær Gunnarsson.

Forsetalisti 2019

Nemendur á forsetalista íþróttafræðideildar ásamt forseta samfélagssviðs og deildarforsetanum Hafrúnu Kristjánsdóttur. Nemendur: Haraldur Holgersson, Gunnar Guðmundsson og Þóra Kristín Jónsdóttir.

Forsetalisti 2019

Nemendur á forsetalista lagadeildar ásamt forseta samfélagssviðs og deildarforsetanum Eiríki Elís Þorlákssyni. Nemendur sem hlutu styrki eru þau: Hekla Bjarnadóttir, Darri Sigþórsson, Fannar Rafn Gíslason, Ólafur Hrafn Kjartansson og Bjarki Már Magnússon.

Nemendur á forsetalista tæknisviðs

Forsetalisti 2019

Nemendur á forsetalista tölvunarfræðideildar ásamt forseta tæknisviðs, Gísla Hjálmtýssyni, og forseta iðn- og tæknifræðideildar Heru Grímsdóttur. Nemendur: Sindri Ingólfsson, Alexander Jósep Blöndal, Gunnar Örn Baldursson, Kolbeinn Ari Arnórsson, Unnur Lára Halldórsdóttir, Ásdís Erna Guðmundsdóttir, Eva Sif Einarsdóttir, Þórður Friðriksson, Hallgrímur Snær Andrésson, Bernhard Linn Hilmarsson, Egill Torfason, Baldur Þór Haraldsson
Hrefna Namfa Finnsdóttir, Guðjón Björnsson, Ólafur Andri Davíðsson, Guðni Natan Gunnarsson, Kristján Ari Tómasson, Hilmar Páll Stefánsson, Róbert Elís Villalobos, Þór Breki Davíðsson og Margrét Sóley Kristinsdóttir.

Forsetalisti 2019

Nemendur á forsetalista verkfræðideildar ásamt forseta tæknisviðs, Gísla Hjálmtýssyni, og forseta iðn- og tæknifræðideildar Heru Grímsdóttur. Nemendur: Árni Veigar Thorarensen, Embla Ósk Þórðardóttir, Guðmundur Helgi Róbertsson, Helena Sveinborg Jónsdóttir, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Jónas Már Kristjánsson, Katrín Birna Jóhannesdóttir, Kristjana Ósk Kristinsdóttir, Snorri Hallgrímsson, Viktor Ingi Ágústsson.

Forsetalisti 2019

Nemendur á forsetalista iðn- og tæknifræðideildar ásamt forseta tæknisviðs, Gísla Hjálmtýssyni, og deildarforsetanum Heru Grímsdóttur. Nemendur í tæknifræði: Júlíana Ingimundardóttir, Sigfús Kári Baldursson, Jóhannes Bergur Gunnarsson, Björgvin Grétarsson, Jevgenij Stormur Guls. Nemendur í iðnfræði: Gunnþór Kristinsson, Guðmundur Jón Arnkelsson, Bjarni Björnsson, Hermann Jónatan Ólafsson, Snædís Þráinsdóttir.

Önnur verðlaun

Forsetalisti 2019

Guðfinna S. Bjarnadóttir og Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður stjórnar Viðskiptaráðs Íslands, afhentu verðlaunin fyrir bestu viðskiptaáætlunina í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Róbert Elís Villalobos tók við verðlaununum fyrir hönd hópsins. Með honum í hópi voru: Gunnar Már Gunnarsson, Natalia Maria Helen Ægisdóttir, Ólafur Ingi Kárason og Katla Rún Garðarsdóttir.

Forsetalisti 2019

Hekla Bjarnadóttir hlaut hvatningarverðlaun bókaútgáfunnar Codex.

Ávarp nemanda

Helena Sveinborg Jónsdóttir, nemandi á forsetalista verkfræðideildar, flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Í ræðunni óskaði hún samnemendum sínum til hamingju með árangurinn og að þau mættu sannarlega vera stolt.

 

Það er svo geggjuð tilfinning að fá fréttirnar að maður sé á forsetalistanum, maður byrjar einhvern veginn bara að brosa og ræður ekki við sig og verður hálfkjánalegur. Þetta snýst samt ekki bara um að fá niðurfellinguna á skólagjöldunum, þó að það sé algjör snilld, ég meina hver vill það ekki? Þetta snýst líka um að hafa uppskorið eins og maður sáði og fá viðurkenningu fyrir að hafa lagt alla þessa vinnu á sig.

Forsetalisti 2019

Handhafar nýnemastyrks í september 2019

Iðn- og tæknifræðideild

 • Hilmar Bjartmarz

Lagadeild

 • Ásta Kristín Marteinsdóttir
 • Karítas Sól Kristjánsdóttir

Viðskiptadeild

 • Eysteinn Einarsson

 • Hörður Kristleifsson

Sálfræðideild

 • Steinunn Björg Böðvarsdóttir
 • Sandra Sif Gunnarsdóttir

Tölvunarfræðideild

 • Halla Margrét Jónsdóttir
 • Þóra Kristín Klemenzdóttir
 • Emil Örn Kristjánsson
 • Hilmar Örn Jónsson
 • Harpa Steingrímsdóttir
 • Úlfur Örn Björnsson

Verkfræðideild

 • Berglind Rut Bragadóttir
 • Katrín Edda Möller
 • Ingibjörg Rún Óladóttir
 • Amanda Lind Davíðsdóttir
 • Kári Georgsson
 • Hekla Mist Valgeirsdóttir
 • Yrsa Ásgeirsdóttir
 • Arndís Úlla Björnsdóttir Árdal
 • Áslaug Sól Sigurðardóttir
 • Fjóla Dís Viðarsdóttir
 • Margrét Eva Sigurðardóttir
 • Rebekka Rán F. Eriksdóttir
 • Þorsteinn Hanning Kristinsson
 • Freyr Hlynsson
 • Gréta Toredóttir
 • Bríet Bilton Steinþórsdóttir
 • Eva María Hönnud. Sigurþórsdóttir