Fréttir eftir árum


Fréttir

Raunveruleikinn meira spennandi en vísindaskáldsögurnar

10.2.2021

Á Mars eru íspólar sem stækka og minnka og hún hegðar sér öðruvísi en aðrar reikistjörnur. Forvitni okkar var fyrir löngu vakin. Frá örófi alda hefur reikistjarnan Mars hefur verið uppspretta áhuga og sögusagna, enda áberandi á himninum, skær og rauð. 

Ari Kristinn Jónsson, rektor, starfaði um árabil hjá Bandarísku geimferðastofnuninni NASA og lagði hönd á plóg við að koma könnunarjeppa á yfirborð Mars árið 2004. Í tilefni þess að 18. febrúar lendir nýjasti könnuður NASA á Mars reið Ari á vaðið með fyrsta þriðjudagsfyrirlestur ársins. Fyrirlestrarnir hófu göngu sína fyrir tæpu ári og verða nú aftur á dagskrá næstu vikurnar í samstarfi HR og Vísis. 

Í fyrirlestrinum fór Ari yfir könnnun reikistjörnunnar, hvað við vitum, hvað við höldum og við hverju má búast í framtíðinni. Hann lýsti meðal annars og sýndi myndband af lendingu könnunarjeppa á yfirborði Mars. Hann segir að allt frá því að fyrstu sjónaukarnir hafi komið fram á sjónarsviðið hafi tækniframfarir ekki dregið úr áhuga okkar á því að vita meira um Mars, heldur þvert á móti: „Raunveruleikinn er meira spennandi en sögurnar.“

Screenshot-2021-02-12-at-13.22.58Hið fræga andlit sem náðist á mynd rétt eftir miðja síðustu öld. Nú hefur komið í ljós að þetta er ósköp venjuleg hæð en ekki merki um líf á Mars. 

Þegar fyrstu tækifærin gáfust til að kanna þennan næsta nágranna okkur betur, þá virtist Mars ekki endilega svo áhugaverð eftir allt saman. Á síðustu áratugum hefur það þó snarbreyst og í dag eru bæði fortíð og framtíð Mars ofarlega í huga fjölda fólks. Fortíð Mars er mjög forvitnileg þar sem ljóst er að vatn hefur runnið á yfirborðinu og því gæti þar hafa verið líf. Framtíðin er ekki síður spennandi, þar sem horft er til mannaðra ferða til Mars og jafnvel lengri dvalar þar. 

Sjón er sögu ríkari, og það er hægt að horfa á upptöku af fyrirlestrinum með því að smella á myndina:

Ari Kristinn Jónsson, rektor, fjallar um geimferðir til Mars.

Sjá einnig: