Fréttir eftir árum


Fréttir

HR er einn af 12 bestu smærri háskólum heims

9.8.2022

Göngustígur fyrir utan Háskólann í ReykjavíkHáskólinn í Reykjavík er í tólfta sæti yfir bestu smærri háskóla heims á lista Times Higher Education (THE) sem birtur var á dögunum. Til að vera gjaldgengir á þann lista þurfa háskólarnir að kenna fleiri en fjórar greinar, hafa færri en 5.000 nemendur og eiga sæti á lista THE World University Rankings 2022, yfir bestu háskóla heims, þar sem HR er á meðal 350 bestu háskólanna.

HR stekkur upp um sex sæti frá fyrri lista yfir bestu smærri háskólana, úr 18. sæti upp í það tólfta. Í fyrsta sæti listans er bandaríski háskólinn California Institute of Technology (Caltech) sem er einnig í öðru sæti listans yfir alla bestu háskóla heims.

Sjá má listann í heild á vefsíðu THE.

///

RU IS ONE OF THE 12 BEST SMALL UNIVERSITIES IN THE WORLD

Reykjavik University has been ranked twelfth among the best small universities published recently in the Times Higher Education (THE) list.

To be eligible for that list, the universities must teach more than four subjects, have fewer than 5,000 students, and appear in THE’s World University Rankings 2022, where RU is among the 350 best universities.

RU jumps six places from the previous list of the best small universities, from 18th to twelfth. First on the list is California Institute of Technology (Caltech), which also places joint second in the overall World University Rankings.

You can see the complete list on THE website .