Fréttir eftir árum


Fréttir

HR fær góða einkunn fyrir samfélagsábyrgð á nýjum lista Times Higher Education

5.4.2019

Times Higher Education hefur í fyrsta skipti birt lista yfir hvaða háskólar í heiminum hafa mest jákvæð áhrif á samfélagið, út frá sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Háskólinn í Reykjavík er í sæti 101-200 á listanum.

Jafnrétti kynjanna og menntun fyrir alla

HR fær sérstaklega góða einkunn fyrir fimmta sjálfbærnimarkmiðið, Jafnrétti kynjanna sem snýr að því að tryggja jafnrétti kynjanna og styrkja stöðu kvenna og stúlkna. Þar er HR í 59. sæti. HR fær einnig mjög góða einkunn fyrir fjórða sjálfbærnimarkmiðið „Menntun fyrir alla“ sem snýr að því að tryggja gæðamenntun án aðgreiningar með jafnræði að leiðarljósi og að skapa tækifæri til símenntunar fyrir alla. Þar er HR í 86. sæti.

Við gerð listans er m.a. tekið tillit til áhrifa háskóla á hagvöxt, atvinnulíf, þróun innviða, viðbrögð við loftslagsbreytingum o.fl. Háskólinn í Reykjavík hefur undanfarið ár unnið að innleiðingu sjálfbærnimarkmiða SÞ í gegn um PRME (e. Principles for Responsible Management Education), verkefni Sameinuðu þjóðanna um menntun ábyrgra leiðtoga og náð góðum árangri á því sviði.

HR ofarlega á listum THE

Samkvæmt listum Times Higher Education 2018 og 2019 er HR 89. besti ungi háskóli í heimi, 14. besti háskóli í heimi með færri en 5000 nemendur, í 3. sæti háskóla í heiminum þegar horft er til tilvitnana í vísindagreinar eftir starfsmenn HR og í 300-350. sæti yfir bestu háskóla í heiminum.

  • Niðurstöðurnar í heild sinni má nálgast á vef Times Higher Education.
  • Nánari upplýsingar um sjálfbærnimarkmið Sameinuðu eru hér.

#THEGlobalImpact


University-Impact-Ratings