Fréttir eftir árum


Fréttir

Stærsta LAN-mót landsins var haldið í HR um síðustu helgi

13.8.2019

HR-ingurinn, stærsta LAN-mót landsins var haldið í HR um síðustu helgi. Það er nemendafélag tölvunarfræðideildar, Tvíund, sem stendur fyrir keppninni. Hátt í þrjú hundruð spilarar tóku þátt en HR-ingurinn er stærsta keppni sinnar tegundar hér á landi. Stuðningsaðilar keppninnar í ár voru auk Háskólans í Reykjavík, ELKO, Ölgerðin, Teatime Games og Domino's. Verðlaunafé nam samtals 450.000 krónum.

HR-ingurinn, stærsta LAN-mót landsins var haldið í HR um síðustu helgi

Sigurvegarar ELKO-mótsins í Counter-Strike: Global Offensive á HR-ingnum 2019


Sigurvegarar ELKO-mótsins í Counter-Strike: Global Offensive á HR-ingnum 2019 voru Dusty, ríkjandi meistarar Lenovo-deildarinnar. Þeir unnu hina efnilegu U19 í úrslitum. Lið KR esports var í þriðja sæti.

League of Legends mótið var ekki síður spennandi og voru það The Bad Habit show sem fóru með sigur af hólmi gegn DaddyC00L! Þriðja sætið hrepptu KR esports.

Sigurvegari Fortnite mótsins var nýjasti leikmaður KR, Dagur Brabin Hrannarsson. Magnús Þór “Evade” Ólafsson og Natan Berg “Yatzy” Arnarsson og voru í öðru og þriðja sæti.

Önnur úrslit:

Rocket League:

 

  1. sæti: Deja Vu
  2. sæti: Lightspeed Species
  3. sæti: The Three Rocketeers


Starcraft II:

  1. sæti: Sölvi “Cluster” Hjaltason
  2. sæti: Viktor Árni “Kronos” Eiðsson
  3. sæti: Guðmundur Örn “GummiSan” Sigurþórsson