Fréttir eftir árum


Fréttir

HR kynnir nýtt app til atvinnuleitar

31.3.2015

HRingur appiðNemendur Háskólans í Reykjavík geta nú náð sér í glænýtt app, HRingur, og fengið tilkynningar um atvinnutækifæri beint í snjallsímann sinn. 

Í ársbyrjun tók HR höndum saman við Stokk Software, sem heldur úti hinum geysivinsæla Alfreð, um þróun á atvinnumiðlunarappi fyrir háskólann sem ber nafnið HRingur. HRingur virkar líkt og Alfreð þannig að nemendur geta skráð sig á vakt eftir ákveðnum tegundum starfa eða starfsgreinum. Þegar ný auglýsing er skráð birtist tilkynning um það í snjalltæki notandans. HR-ingur býður upp á að skráðar séu auglýsingar um framtíðarstörf, tímabundin verkefni, sumarstörf og starfsnám.

HRingur er einungis aðgengilegt fyrir núverandi og nýútskrifaða nemendur HR. Hægt er að sækja sér appið að kostnaðarlausu í Google Play Store (Android) og/eða App Store (IOS). Nemendur þurfa að auðkenna sig inn í appið með HR auðkenni sínu (HR-netfangi og lykilorði). Þeir nemendur sem ekki geta nýtt sér appið geta einnig fylgst með auglýstum störfum á vefnum.


Uppfært 2017: HRingur hefur verið tekið úr notkun. Við beinum áhugasömum á „störf í boði“ á vefnum.