Fréttir eftir árum


Fréttir

HR og Borgarholtsskóli í samstarf um íþróttafræðinám

13.9.2016

Ithrottafraedi---BorgoFrá vinstri: Sveinn Þorgeirsson, Ársæll Guðmundsson og Hafrún Kristjánsdóttir.

Nemendur og kennarar í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík munu koma að verknámi og annarri kennslu á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla samkvæmt samstarfssamningi til fimm ára sem nýlega var undirritaður á milli skólanna. 

Einnig gefst nemendum í íþróttafræði við HR kostur á að vinna lokaverkefni í grunn- og meistaranámi sem tengjast nemendum á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla. Þá mun nemendum á þriðja ári afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla verður boðið á sérstakar námskynningar í HR í tengslum við þemadaga. 

Undir samninginn skrifuðu Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðisviðs HR og Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. Tengiliður verkefnisins verður Sveinn Þorgeirsson, aðjúnkt við íþróttafræðisvið HR og verkefnastjóri afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla. 

Íþróttafræðisvið tækni- og verkfræðideildar HR býður upp á nám í íþróttafræði til BSc-gráðu auk MSc-náms í íþróttavísindum og þjálfun og MEd-náms í heilsuþjálfun og kennslu. Afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla er fyrir nemendur sem vilja stunda afreksíþróttir með hefðbundnu bóknámi. 

Lesa meira um íþróttafræði við HR