Fréttir
HR stendur með fólkinu í Úkraínu
Samstaða sýnd með táknrænum hætti
Nemendur og starfsfólk Háskólans í Reykjavík sýndu samstöðu sína í verki með því að safnast saman í Sólinni og mynda þar stórt U til stuðnings Úkraínu með táknrænum hætti.
Í dag er liðinn mánuður frá innrás rússneska hersins í Úkraínu og af því tilefni var fólk um allan heim hvatt til að safnast saman og mótmæla þeim hernaðaraðgerðum.
Þá stóð sálfræðideild Háskólans í Reykjavík í dag fyrir málþingi um stöðu flóttabarna og ungmenna á Íslandi.