Fréttir eftir árum


Fréttir

HR tekur þátt fyrir Íslands hönd í nýju verkefni Evrópusambandsins

12.10.2016

Háskólinn í Reykjavík er samstarfsaðili fyrir Íslands hönd í verkefni á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem nefnist State of European University-Business Cooperation.

Johanna-VigdisMeð verkefninu er leitast við að kortleggja samstarf atvinnulífs og háskóla í löndum Evrópu. Þetta er gert með því að fá einstaklinga í fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum til að svara könnun, sem er sú ítarlegasta sinnar tegundar sem gerð hefur verið.

Starfsemi Háskólans í Reykjavík byggir á þremur meginstoðum: kennslu, rannsóknum og samstarfi við atvinnulíf og samfélag. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri tengsla, stýrir verkefninu fyrir hönd HR:

„Samstarf háskóla og atvinnulífs er grundvöllur nýsköpunar og þess að samfélög geti byggt framtíðarhagvöxt á hugviti.“

Lesa meira um tengsl HR við atvinnulífi