Fréttir eftir árum


Fréttir

HR tekur við verkefnum Skema

14.2.2017

Háskólinn í Reykjavík stefnir á að efla fræðslustarf meðal leik-, grunn- og framhaldsskólanema og hefur tekið við verkefnum fyrirtækisins Skema, sem felast í skapandi tækninámskeiðum fyrir börn og unglinga. Skema hefur staðið fyrir skapandi tækninámskeiðum fyrir börn og unglinga og vinnur auk þess að því markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins. Þá hefur Skema, í samstarfi við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, rannsakað þau áhrif sem kennsla í forritun hefur á hina ýmsu þætti þroska og námsgetu barna.
 
Rakel Sölvadóttir, stofnandi Skema, hefur verið ráðin til HR sem verkefnastjóri.

Ung stúlka situr í kennslustofu og horfir brosandi í myndavélina