Fréttir eftir árum


Fréttir

HR úthlutar rúmlega 40 milljónum til doktorsrannsókna

19.10.2018

Átta rannsóknarverkefni hlutu nýverið styrk úr nýjum Rannsóknasjóði Háskólans í Reykjavík. Markmið með sjóðnum er að styrkja öflugt rannsóknarstarf við skólann. Heildarupphæð styrkjana er 42.720.000 kr. og er hver styrkur af svipaðri stærð og styrkir Rannsóknarsjóðs Vísinda- og tækniráðs til doktorsnema 2018. Styrkirnir eru veittir til eins árs í senn.

Verkefnin sem hljóta styrk úr sjóðnum 2018:

Geðheilsa kvenna á meðgöngu og áhrif þess á þroska barna sinna

  • Hlín Kristbergsdóttir, viðskiptadeild

Stutt lýsing á verkefninu

Andleg vanlíðan og geðrænir kvillar á meðgöngu er alvarlegur lýðheilsu vandi og er áætlað að hafa áhrif á allt að 20% kvenna. Það hefur ekki eingöngu áhrif á mæðurnar heldur einnig á heilsu, líðan og þroska barnanna þeirra. Þessi tengsl milli vanlíðan mæðra á meðgöngu og frávik hjá börnum þeirra er flókin og ennþá óljós. Megintilgangur rannsóknarinnar er að kanna áhrif alvarleika þunglyndis- og kvíðaeinkenna hjá móður á meðgöngu og tengsl þess við frávik hjá börnum þeirra á aldrinum 0-13 ára. Skoðuð verða 437 börn sem áttu mæður sem greindust á meðgöngu með einkenni kvíða og/eða þunglyndis, greindust með alvarlegt þunglyndi og/eða kvíðaröskun eða taldar heilbrigðar í fyrirliggjandi rannsókn. Með formgerðarlíkön (structural equation modeling) verður kannað tengsl milli líðan móðurs á meðgöngu og frávika hjá börn þeirra og mögulega þátta sem kunna hafa áhrif á þessi tengsl. Kannað verður hvort börn sem eiga mæður sem upplifðu geðræn vandamál á meðgöngu a) fæðast frábrugðin, b) þau þroskist öðruvísi og c) líklegri til að eiga við tilfinninga- og hegðunarvandamál. Einnig verður kannað hvort línulegt samband sé milli alvarleika einkenna hjá móður og versnandi útkomu hjá börnunum. Niðurstöður hafa bæði fræðilegt og hagkvæmt gildi þar sem upplýsingar munu veita mikilvægar upplýsingar um hvaða börn eru í áhættu og nýtast til fyrirbyggjandi aðferða í mæðravernd.

Heilahristingur með íslenskra íþróttamanna: Nýgengi, vanstarfsemi í heiladingli og geðræn heilsa

  • María Kristín Jónsdóttir, viðskiptadeild

Stutt lýsing á verkefninu

Rannsókn 1: Nýgengi heilahristings hjá íþróttamönnum, konum og körlum, í efstu deildum á Íslandi verður skráð í 12 mánuði. Líta má á heilahristing sem lýðheilsuvandamál og íþróttamenn eiga á hættu að fá endurtekna heilahristinga. Meiðslatíðni í íþróttum er ekki sú sama í öllum löndum og því er nauðsynlegt að safna íslenskum upplýsingum. Við munum tilgreina nýgengi sem fjölda heilahristinga/fjölda æfinga+leikja (athlete-exposure; AE) og greina gögn eftir aldri, kyni, íþrótt/stöðu og hvort atvikið átti sér stað í leik eða á æfingu.

Rannsókn 2: Vanstarfsemi í heiladingli og tengsl við heilahristingssögu, taugasálfræðilega getu og greind, geðræna heilsu og lífsgæði verða skoðuð hjá íþróttakonum sem eru, eða hafa verið, í efstu deildum. Vitað er að vanstarfsemi í heiladingli er algeng hjá íþróttamönnum eftir heilahristing. Þrátt fyrir að konur séu oft sagðar viðkvæmari fyrir afleiðingum heilahristings hafa fyrri rannsóknir á vanstarfsemi í heiladingli eftir heilahristing einungis birt gögn um sjö konur. Það eru 3 þrep í rannsókninni: 1) spurningalisti um heilahristingssögu, lífsgæði/geðræna heilsu og heilahristingseinkenni verður sendur til allra kvenna á Íslandi sem keppa/eða hafa keppt í efstu deildum sinnar greinar (aldur 18-45 ára, N=1160); 2) þær sem hafa sögu um heilahristing fá nánara mat á þeirri sögu í þrepi 2 og fara í taugasálfræðipróf og greindarmat. Í þrepi 3 verður gerð læknisskoðun og hormónamæling hjá þeim sem hafa skýra sögu um heilahristing.

Opin vandamál í jöfnurökfræði ferla

  • Luca Aceto, tölvunarfræðideild

Stutt lýsing á verkefninu

Yfirmarkmið verkefnisins er að leysa sum krefjandi opin vandamál í fullkomnu jöfnu kerfi af gunnyrðingum hegðunarjafngildi yfir ferlaalgebru. Niðurstöðurnar sem fást í þessu verkefni munu leiða til betri skilnings á krafti klassískrar jöfnurökfræði við lýsingu og rökhugsun um alls kyns flokka

tölvukerfa og munu hafa áhrif á framtíðarstarf i algebrulegum aðferðum í "concurrency theory". Verkefnið verður fyrsti í "concurrency theory" (og kannski í tölvunarfræði í heild) sem notar umfángsmikið samstarf á netinu til að leysa vandamál á þessu sviði og mynda þannig ramma fyrir framtíðarsamstarf.

Þróun og árangursmat á hugrænni atferlismeðferð við starfrænum einkennum sem skerða vinnugetu

  • Sigrún Ólafsdóttir, viðskiptadeild

Stutt lýsing á verkefninu

Fræðilegur grunnur: Starfræn einkenni (SE), eru líkamleg einkenni sem ekki eiga sér þekktar líffræðilegar orsakir. Þau eru algeng og geta verið bæði þrálát og alvarleg. Þrálát SE valda þjáningu, skerða lífsgæði, draga úr starfsgetu og þeim fylgir mikill samfélagslegur kostnaður m.a. vegna mikillar notkunar á heilbrigðisþjónustu og mikils sjúkrakostnaðar. Árangur hefðbundinnar læknismeðferðar við SE er lítill en sýnt hefur verið fram á árangur hugrænnar atferlismeðferðar við meðhöndlun tiltekinna gerða SE. Fjöldi ólíkra SE hefur orðið til þess að mörg sérhæfð úrræði hafa verið þróuð sem er óhagkvæmt í ljósi þess hve marga sérfróða meðferðaraðila þarf til þess að beita þeim kerfisbundið. Til að bregðast við þessu höfum við, í samstarfi við rannsóknarhóp í Englandi, sett fram ósérhæft hugrænt líkan fyrir SE og þróað blandaða hugræna atferlismeðferð (BHAM) við SE. Markmið: Að aðlaga og innleiða BHAM fyrir SE sem skerða starfsgetu og árangursmeta hana með slembiraðaðri meðferðarprófun (randomized clinical trial) þar sem BHAM verður borin saman við hefðbundna meðferð (treatment as usual). Þátttakendur verða 250 einstaklingar sem sækja starfsendurhæfingu á vegum VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs. Ávinningur:

Rannsóknin bætir verulega við þekkingu á sviði SE þar sem brugðist er við skorti á árangursríkri og hagkvæmri meðferð sem hæfir fólki með SE sem þarfnast starfsendurhæfingu. Beri meðferðin árangur mun það hafa mikil lýðheilsuáhrif þar sem hún er hagkvæm og auðvelt er að beita henni.

Orkusamband ESB - áhrif á íslenskan orkurétt

  • Hulda Kristín Magnúsdóttir, lagadeild

Stutt lýsing á verkefninu

Markmið rannsóknar minnar er að greina hvort áhrif EES-samningsins á íslenskan orkurétt hafa verið og eru enn vanmetin og þá með sérstöku tilliti til undanþágunnar sem er að finna í 125. gr. EES-samningins varðandi eignarétt. Rannsókninni er skipt upp í eftirfarandi rannsóknarspurningar: (I) Hvert er núverandi gildissvið EES orkuréttar og hvernig hefur það þróast síðan 1994? (II) Með hvaða hætti hefur EES-orkuréttur og fjórfelsisreglur EES-samningsins haft áhrif á íslenskan orkurétt, og þá einkum með tilliti til eignaréttar? (III) Að hvaða marki hefur Íslandi og Noregi tekist að aðlaga Evrópskan orkurétt að sínum hagsmuni þegar kemur að innleiðingu á honum inn í EES-samninginn og hvaða þættir það eru sem móta afstöðu þjóðanna þegar kemur að innleiðingu? (IV) Hver eru möguleg áhrif Orkusambandsins á EES orkurétt? Til að svara rannsóknarspurningum I, II og IV mun ég nota retsdogmatik sem er hefðbundin rannsóknaraðferð í lögfræði. Til að geta svarið spurningu III mun ég nota rannsóknaraðferðir samanburðar réttarfélagsfræði (eigindlegar rannsóknaraðferðir) to greina hvaða þættir hafa haft áhrif á þá afstöðu sem Ísland og Noregur hafa tekið. Rannsókn mín mun veita innsýn í það hvernig Ísland og Noregur hafa sóst eftir því að vernda þjóðarhagsmuni sína til að tryggja samkeppnishæfni sína gagnvart aðildarríkjum ESB í orkumálum.

Greining á Shubnikov-de Haas sveiflum í tvívíðu rafeindagasi með spuna-brautar og Zeeman víxlverkun

  • Sigurður Ingi Erlingsson, tækni- og verkfræðideild

Stutt lýsing á verkefninu

Með greinireikningi leiðum við út jöfnu fyrir Shubnikov-de Haas (SdH) sveiflur í tvívíðu rafeindagasi með bæði Rashba og Dresselhaus spuna-brautar víxlverkun og Zeeman víxlverkun. Fyrst finnum við nálgun á eiginorkum og frá þeim finnum við ástandsþéttleikann, sem tengist beint segul-eðlisviðnámi kerfisins. Niðurstöður okkar gilda fyrir vítt svið á Rashba og Dresselhaus víxlverkun og niðurstöður tölulegra reikninga sýna að niðurstöður greinireikninga eru nákvæmar jafnvel fyrir há Landau stig.

Þessar niðurstöður gera okkur kleift að skilja hvernig Zeeman víxverkun hefur áhrif á SdH sveiflur og koma með tilgátu um hvernig Zeeman breytir skilyrði þess að enginn sláttur verði í SdH sveiflum. Við leggjum til hvernig nota megi okkar aðgerð til að skýra greiningu á niðurstöðum tilrauna í hálfleiðurum með sterkri spuna-brautar víxlverkun.

Hitarafstraumsflutningur í kjarnaskeljarnanóvírar

  • Andrei Manolescu, tækni- og verkfræðideild

Stutt lýsing á verkefninu

Í þessari umsókn er markmiðið að rannsaka eiginleika hitarafstraums og varmastreymis í kjarna/skeljar nanóvírum með reiknilegum aðferðum þar sem farið verður út fyrir línulega svörun. Þverskurðarsnið slíkra víra getur verið hringlaga eða marghyrningslaga. Við munum skoða áhrif lögunar og lengd nanóvíranna á eiginleika hitarafstraums. Við munum rannsaka möguleikana á því að stýra nýtni hitarafstraums með segulsviði og rafsviði, fyrir gefna lögun víra og hitastigsbil.

Majorana ástönd í kjarnaskeljarnanóvírar

  • Andrei Manolescu, tækni- og verkfræðideild

Stutt lýsing á verkefninu

Majorana ástönd eru sýndareindir sem hægt er að mynda í nanókerfum, álíkar öreindunum með sama nafni sem spáð var fyrir 1937. Líkanareikningar spá því að slík ástönd megi mynda á sitthvorum enda hálfleiðandi nanóvírs í spönuðu ofurleiðandi ástandi og fyrstu merki um þær hafa fundist nýlega í tilraunum. Kjarna-skeljar-nanóvírar eru gerðir úr sammiðja skeljum með fjölhyrningaþverskurðarflöt. Lágorkurafeindir geta staðbundist í hornunum og myndað margföld Majorana-ástönd á hvorum enda vírsins. Markmið verkefnisins er greini- og töluleg rannsókn á rúmfræðilegum áhrifum á eiginleika slíkra Majorana-ástanda.