Fréttir eftir árum


Fréttir

HRingurinn fer fram um helgina

4.8.2022

HRingurinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina en HRingurinn er eitt stærsta LAN-mótið á Íslandi. Mótið er haldið af Símanum og Tvíund, hagsmunafélagi nemenda í tölvunarfræðideild HR, en það er nú haldið að nýju eftir hlé frá árinu 2019. Það stefnir í að HRingurinn verði stærri nú en nokkru sinni áður en um 300 manns hafa þegar skráð sig. Vinningar hafa aldrei verið veglegri á mótinu en heildarvirði þeirra nemur yfir 750.000 krónur.

Nokkrir menn sitja við tölvur og spila tölvuleiki á LAN móti.Á HRingnum verður keppt í sjö leikjum en keppt verður í Teamfight Tactics, Super Smash Bros Ultimate, Overwatch, League of Legends, Valorant, Counter-Strike: Global Offensive og Rocket League.

Enn er hægt að skrá sig til keppni og fer skráning fram á Challengermode. Skráning fer einnig fram í gegnum HRingurinn.net þar sem finna má dag­skrá mótsins sem hefst á morgun, 5. ágúst og stendur til sunnudagsins 7. ágúst.

HRingurinn lógó