Fréttir eftir árum


Fréttir

Hugmynd Íslendinga um samfélag er verðmæt

13.2.2015

Dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við sálfræðisvið viðskiptadeildar HR og Columbia háskóla í New York sat fyrir svörum í þættinum Íslandi í dag nýlega. Með rannsóknum sínum skoðar Inga Dóra þá þætti sem hafa áhrif á hegðun barna og unglinga, hvernig hægt sé að draga úr líkum á vanlíðan og auka líkur á vellíðan þeirra.

Í viðtalinu koma fram vangaveltur Ingu Dóru um íslenskt þjóðfélag og hugarfar, menntakerfi og umræðu.

„Hér framvísarðu ferilskránni þinni og þú ert metinn á því hvað þú hefur gert og fyrir hvað þú stendur.“ Maður geti ekki alltaf verið viss um það heima á Íslandi. „En við erum að þróast í rétta átt en við mættum alveg vera harðari á faglegu kríteríunum. Ég hef stundum sagt að við ættum að flytja inn fólk þar sem við erum að halda uppi milljónasamfélagi aðeins um 300 þúsund manns. Við ættum í raun að vera milljón manns ´aÍslandi, það væri fínt.“

Þrátt fyrir það að þurfa að vera fjölhæf segir Inga Dóra Íslendinga standa framarlega á mörgum sviðum.

„Sú hugmynd sem Ísendingar hafi haft í gegnum aldrirnar um samfélag sé góð og við eigum að passa upp á hana. Það að borga skattana sína og sjá til þess að það sé hugsað um allan hópinn það er hugmynd sem er mikils virði og maður lærir að meta meira eftir því sem maður dvelur lengur í Ameríku. “ Hún segir að hún hafi ekki alltaf verið á þessari skoðun.

Inga Dóra Sigfúsdóttir