Fréttir eftir árum


Fréttir

Hugsunarháttur góðra stjórnenda

Opni háskólinn í HR-nýir stjórnendur

9.8.2022

„Með náminu varð ég meðvitaðri um hvað einkennir góðan stjórnanda og jók færni mína sem slíkur. Það gerði námið sérstaklega skemmtilegt að lögð var áhersla á að nota raundæmi í kennslunni sem gáfu innsýn í hugsunarhátt góðra stjórnenda. Lengdin og skipulag námsins heillaði mig líka en því var skipt upp í fjórar lotur og áhersla lögð á ákveðið viðfangsefni í hverri viku. Þetta gaf manni tækifæri til að undirbúa og melta viðfangsefnið í kjölfarið,” segir Vilhjálmur Theódór Jónsson.

 

289045675_8013733461971809_1821654959680209055_n


Vilhjálmur útskrifaðist með BA í stjórnmálafræði 2016 með viðskiptafræði sem aukagrein. Hann hóf störf hjá Vodafone sama ár og starfði fyrstu fjögur árin sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði og nú síðustu tvö ár sem deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu.

Nýir stjórnendur er námslína fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref sem stjórnendur eða vilja efla sig í stjórnendahlutverkinu. Kennd eru undirstöðuatriði stjórnunar meðal annars grunnatriði frammistöðustjórnunar, mannauðsstjórnun og markmiðasetning.

Skráning er hafin