Fréttir eftir árum


Fréttir

Hugur: Hópnámskeið fyrir nemendur á vorönn 2023

Námskeiðin eru haldin háskólanemendum að kostnaðarlausu

24.1.2023

Nemendur í meistaranámi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík stýra fjórum námskeiðum á vorönn 2023. Námskeiðin eru haldin háskólanemendum að kostnaðarlausu og fara fram í húsakynnum HR. Það er Hugur, nýtt samstarfsverkefni til að stuðla að betri líðan háskólanema, sem skipuleggur þessi námskeið. Verkefnistjóri Hugar er Ragna Margrét Brynjarsdóttir.

Námskeiðin eru í boði fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bifröst, Háskólans á Hólum, Landbúnaðarháskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Athugið að takmörkuð pláss eru í námskeiðin.  

Streita í háskólanámi

Námskeiðið er fyrir þau sem upplifa streitu í daglegu amstri og háskólanámi. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái betri innsýn í eigin streitueinkenni og tileinki sér aðferðir til að takast á við streitu í daglegu amstri. Námskeiðið samanstendur af fræðslu, æfingum í tímum og heimaverkefnum.

Tímasetningar

  • Námskeið 1: Föstudagar 14:00 – 16:00, 10. febrúar til 10 mars 2023
  • Námskeið 2: Miðvikudagar 16:00 – 18:00, 15. febrúar til 15 mars 2023
  • Námskeið 3: Föstudagar 14:00 – 16:00, 10. mars til 14 apríl 2023

Mér líður eins og ég hugsa

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem glíma við erfiðar tilfinningar í daglegu lífi en einkum er lögð áhersla á kvíða og depurðareinkenni. Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur læri og þjálfist í grundvallaraðferðum hugrænnar atferlismeðferðar sem nýtast til að takast á við margvísleg tilfinningaleg vandamál.

Tímasetningar

  • Námskeið 1: Föstudagar 14:00 – 16:00, 3. febrúar til 3 mars 2023


Skrá sig á námskeiðin