Fréttir eftir árum


Fréttir

Hvað viltu vita um fjárfestingar?

Upptaka af fræðslufundi um fjárfestingar

30.11.2020

Nasdaq og Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann, héldu þann 19. nóvember gagnvirkan fræðslufjarfund um fjárfestingar í hlutabréfum þar sem gestir voru fundarstjórar. Hér er hægt að horfa á fundinn. 

Hérna má horfa á upptöku af fundinum

Á fundinum var spurningum brugðið upp í rauntíma með vali um umræðuefni. Val meirihlutans réði hvað tekið var fyrir hverju sinni. Undir svörum sátu Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum, Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arion banka og Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc náms í viðskipta- og hagfræði í Háskólanum í Reykjavík, hélt utan um spjall og spurningar.

Gestir kusu um tvær spurningar hverju sinni, en valmöguleikarnir birtust því miður eingöngu í rauntíma og ekki á upptöku. Spurningarnar eru endurteknar af fundarstjóra upp á skýrleika (nema fyrstu spurningunni).