Fréttir eftir árum


Fréttir

Icelandair og Háskólinn í Reykjavík halda áfram öflugu samstarfi

12.11.2019

Háskólinn í Reykjavík og Icelandair munu halda áfram að vinna saman að rannsóknum og öflugu starfsnámi fyrir nemendur HR. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group skrifuðu undir samstarfssamning á dögunum þess efnis.

Undanfarin þrjú ár hefur Icelandair styrkt margvísleg rannsóknarverkefni nemenda HR í meistaranámi á sviði rekstrarverkfræði, markaðssetningar, greiningar á álagi, lögfræði og ýmiss konar líkanagerð fyrir starfsemi fyrirtækisins.

Rannsóknir og starfsnám

Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir því að tillögur að rannsóknum geti komið frá báðum aðilum. Nemendum gefst þannig tækifæri til að leysa verkefni við raunverulegar aðstæður á vinnumarkaði. Auk nemendaverkefnanna er löng hefð fyrir starfsnámi nemenda HR hjá Icelandair. Í starfsnámi fá nemendur dýrmæta þjálfun í að beita þekkingu sinnu á raunveruleg viðfangsefni í atvinnulífinu. Einnig veitir starfsnámið gott tækifæri fyrir Icelandair til að kynnast nemendum HR sem mögulegum framtíðarstarfskröftum.

Samningur-HR-Icelandair2019Bogi Nils Bogason og Ari Kristinn Jónsson skrifa undir samninginn í Sólinni í HR.

Styrkja Hnakkaþonið

Samkvæmt samningnum mun Icelandair halda áfram sem bakhjarl hugmyndasamkeppninnar Hnakkaþon sem er samstarfsverkefni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. Í því beita nemendur HR hæfni sinni og hæfileikum til að þróa og útfæra lausnir fyrir þennan mikilvæga atvinnuveg.

Afraksturinn mikill

Rannsóknarverkefni sem unnin voru í gildistíð fyrri samnings Icelandair og HR, 2016-2019:

,,Demand forecasting and optimizing room allocation at Icelandair Hotels” eftir Helga Þór Guðjónsson undir leiðsögn Hlyns Stefánssonar. (2017)

,,Instagram marketing: a study about the effect of visual content on customer engagement in the airline industry” eftir Wilhelm Öhman undir leiðsögn Valdimars Sigurðssonar og R.G. Vishnu Menon. (2017)

,,Monitoring cognitive workload in aviation by monitoring speech” eftir Eydísi Huld Magnúsdóttur undir leiðsögn Jóns Guðnasonar og Kamillu Rúnar Jóhannsdóttur . (2019)

,,Fleet arrival management system : optimizing and sequencing of Icelandair's arrival times” eftir Perlu Ásmundsdóttur undir leiðsögn Þorgeirs Pálssonar. (2019)

,,Flight recommender system using implicit feedback” eftir Juliu Elisabeth Haidn undir leiðsögn Yngva Björnssonar. (2019)

,,Engagement behavior on Facebook and the relationship between managers and consumers: the case of Icelandair” eftir Örnu Dögg Sigfúsdóttur undir leiðsögn Valdimars Sigurðssonar og R.G. Vishnu Menon. (2019)

,,Lögsaga og lagaval í málum vegna alþjóðlegra loftflutningasamninga” eftir Anítu Auðunsdóttur undir leiðsögn Eiríks Elís Þorlákssonar. (2019)

,,Úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum: samkeppnisréttarleg og eignarréttarleg álitaefni” eftir Ernu Leifsdóttur undir leiðsögn Heimis Arnar Herbertssonar. (2019)

,,Booking flights using Icelandic Speech” eftir Egil Anton Hlöðversson, undir leiðsögn Jóns Guðnasonar. (Í gangi 2019)

,,Impact of Corsia on the Air Transport industry in Iceland” eftir Írisi Blöndal undir leiðsögn Þorgeirs Pálssonar. (Í gangi 2019)

,,Reliability of Critical B 757 Systems” eftir Thelmu Dögg Pálsdóttur undir leiðsögn Þorgeirs Pálssonar. (Í gangi 2019)

,,Scheduling of Recurrent Pilot Training for Icelandair” eftir Silju Guðbjörgu Tryggvadóttur undir leiðsögn Eyjólfs Ásgeirssonar. (í gangi 2019)

,,The effect of customer complaints on consumer-firm relationship” eftir Huldu Karen Guðmundsdóttur undir leiðsögn Valdimars Sigurðssonar og R.G. Vishnu Menon. (í gangi 2019)