Fréttir eftir árum


Fréttir

Ígræðlingar og nám í heilbrigðisverkfræði til umræðu á árlegum heilbrigðistæknidegi í HR

24.5.2016

Sjötti árlegi heilbrigðistæknidagurinn var haldinn föstudaginn 20. maí sl. Yfirskrift dagsins í ár var „Ígræðlingar: sjúkdómsgreining og meðferð“. Það eru Heilbrigðistæknifélag Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Landspítali – háskólasjúkrahús sem standa að Heilbrigðistæknideginum. Dagskráin hófst með því að Ívar Meyvantsson, framkvæmdastjóri Mentis Cura ehf., fór yfir tækifæri sem felast í heilbrigðisverkfræði. Hann sagði Íslendinga standa frammi fyrir ótal spennandi tækifærum, þó að fagið sé ungt hér á landi. 

 Ívar Meyvantsson heldur fyrirlesturÍvar Meyvantsson

Í fyrri hluta ráðstefnunnar var fjallað ígræðlinga og notkun þeirra á ýmsum sviðum heilbrigðsverkfræðinnar. Ulrich Hofmann, prófessor við taugaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Freiburg, Þýskalandi, greindi frá rannsóknum sínum á raförvun í heila. Ásgeir Bjarnason hjá Stjörnu-Odda flutti fyrirlestur um ígræðlinga í dýrum og Jóna Sigrún Sigurðardóttir hjá Össuri greindi frá verkefni sínu sem snýr að næstu kynslóð gervifóta. 

Ulrich Hofmann heldur fyrirlestur

Ulrich Hofmann

Í seinni hluta var fjallað um nám og tækifæri í heilbrigðistækni frá ýmsum hliðum. Haraldur Auðunsson, sviðsstjóri heilbrigðissviðs við HR fór yfir verkefni og meistaranám við sviðið. Rósa Hugosdóttir fjallaði um nám í heilbrigðisverkfræð ivið Álaborgarháskóla og Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika ehf., hélt erindi um menntun í faginu út frá víðara sjónarhorni. 

Fundarstjóri var Ólöf Birna Ólafsdóttir, lífeðlisfræðingur við Háskóla Íslands. 

Nám í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild HR