Fréttir eftir árum


Fréttir

Íslenskt lið hlaut flest stig

20.10.2014

Íslenska liðið viRUs endaði í fyrsta sæti í alþjóðlegri for­rit­un­ar­keppni á veg­um IEEE á Íslandi sem er und­ir­fé­lag alþjóðlega fé­lags­ins IEEE, upp­haf­lega fé­lag raf­magns­verk­fræðinga en er nú fag­fé­lag allra þeirra sem starfa á fagsviðum þess.

Taln­ing stiga stend­ur þó enn yfir og ligg­ur lok­aniðurstaða ekki fyr­ir fyrr en eft­ir tvær vik­ur. All­ar lík­ur eru þó á að viRUs hafi farið með sig­ur af hólmi.

Um 2.000 lið frá öll­um heims­horn­um voru skráð til leiks en allt að þrír þátt­tak­end­ur eru í hverju liði. Meðlim­ir viRUs eru þeir Bjarki Ágúst Guðmunds­son, Tóm­as Ken Magnús­son og James Elías Sig­urðar­son, nem­ar í tölv­un­ar­stærðfræði í Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Keppn­in hófst á miðnætti aðfaranótt föstu­dags og kepptu tvö önn­ur lið frá Íslandi.

Leysa flók­in verk­efni í sam­ein­ingu

„Keppn­in stend­ur yfir í sól­ar­hring þar sem við fáum nýtt for­rit­un­ar­verk­efni til að leysa á hverj­um klukku­tíma,“ seg­ir Bjarki Ágúst, einn meðlima liðsins viRUs.

Strákarnir voru með nóg nesti á meðan á keppninni stóð.

Strák­arn­ir voru með nóg nesti á meðan á keppn­inni stóð. ljós­mynd/​Fés­bók­arsíða IEEE á Íslandi

Gef­in eru 20 stig fyr­ir rétta lausn og bæt­ast svið allt að 80 stig við eft­ir erfiðleika dæm­is­ins. Því færri sem leysa dæmið, því fleiri eru auka­stig­in.  

Keppn­in var spenn­andi í ár en liðið var all­an tím­ann eitt tíu efstu liðanna að sögn Bjarka Ágúst­ar. „Við fór­um aðeins að drag­ast aft­ur úr þegar fór að líða á keppn­ina en náðum svo að vinna það upp og enduðum á toppn­um,“ seg­ir Bjarki Ágúst en liðið er hæst­ánægt með ár­ang­ur­inn.

Liðsfé­lag­arn­ir sofa eins og þeir geta dag­inn fyr­ir keppn­ina og eru til­tölu­lega ný­vaknaðir þegar keppn­in hefst. Aðspurður hvernig liðið taki á álag­inu sem fylg­ir keppn­inni seg­ir Bjarki Ágúst að meðlim­ir liðsins reyni að skipta með sér verk­um eins og þeir geta.

„Það er rosa­lega mik­il vinna að for­rita í heil­an sól­ar­hring og maður er á fullu all­an tím­ann. Við erum all­ir með sér tölvu til að vinna í og reyn­um því að skipta með okk­ur verk­um en þegar verk­efn­in eru sér­stak­lega flók­in leys­um við þau í sam­ein­ingu.“

Und­ir­bún­ing­ur stend­ur yfir allt árið

Bjarki Ágúst og fé­lag­ar vinna stöðugt að því að bæta sig og nær und­ir­bún­ing­ur­inn því nán­ast yfir allt árið. „Þetta tek­ur rosa­lega mik­inn tíma, við erum að leysa dæmi alla daga og okk­ur finnst það rosa­lega skemmti­legt,“ seg­ir Bjarki Ágúst.

Þá fara þeir meðal ann­ars í for­rit­un­ar­búðir er­lend­is til þess að ögra sér og und­ir­búa sig fyr­ir næstu keppn­ir.

Framund­an eru nokkr­ar keppn­ir. Þar má nefna Norðvest­ur-Evr­ópu keppni en þrjú efstu lið þar kom­ast í erfiðustu keppn­ina af öll­um; heimskeppn­ina. Bjarki Ágúst seg­ir lang­tíma­mark­miðið vera að kom­ast í þá keppni en nú ein­blíni liðið á að vinna sig upp í Norðvest­ur-Evr­ópu keppn­inni en á síðasta ári lenti liðið í þrett­ánda sæti.

Tekið af vef mbl.is

Frétt mbl.is: For­rituðu í heil­an sól­ar­hring