Íþróttafræðideild veitt heimild til að bjóða upp á doktorsnám
Lyftistöng fyrir rannsóknir í íþróttafræðum á Íslandi
Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefur veitt heimild til að bjóða upp á doktorsnám í íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík.
„Þetta er mikil viðurkenning fyrir íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík og rannsóknir sem hafa þar verið stundaðar en á sviðinu starfa mjög virkir vísindamenn. Nemendur okkar, og annara háskóla, eiga nú möguleika á að halda áfram með rannsóknir sínar hjá okkur. Við hlökkum til að taka á móti doktorsnemum hér í HR þar sem vel er haldið utan um nemendur. Það að íþróttafræðideildin sé komin með leyfi til að hefja doktorsnám er einnig lyftistöng fyrir rannsóknir í íþróttafræðum á Íslandi,“ segir Hafrún Kristjánsdóttir deildarforseti íþróttafræðideildar.
Veitt hefur verið heimild til að bjóða upp á doktorsnám í íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík.
Nú hafa allir deildir innan HR, sem bjóða framhaldsnám, leyfi til að bjóða upp á doktorsnám.