Fréttir eftir árum


Fréttir

Íþróttafræðideild og Körfuknattleikssambandið framlengja samning

29.9.2021

Íþróttafræðideild HR og Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) hafa átt í farsælu samstarfi undanfarin fjögur ár. Nýverið undirrituðu Hafrún Kristjánsdóttir og Kristinn Geir Pálsson áframhaldandi samstarfsamning til tveggja ára vegna mælinga á landsliðsfólki Íslands í körfubolta. 

Throttafraedi-KKI

Markmið samstarfsins er að styðja KKÍ við að fylgjast með þróun afreksfólks í körfubolta, greina styrkleika og veikleika í líkamlegu atgervi þeirra og þróa viðmið fyrir iðkendur og þjálfara til að nýta sér. Samstarfið skapar góð tækifæri fyrir nemendur í íþróttafræði til að kynnast íþróttinni, hljóta þjálfun í mælingum á vettvangi og læra að miðla niðurstöðum svo hægt sé að nýta þær í þjálfun.

Ragnar Mar Svanhildarson og Elín Lára Reynisdóttir meistaranemar í Íþróttavísindum og þjálfun munu hafa umsjón með mælingunum, undir handleiðslu starfsmanna íþróttafræðideildar HR og með aðstoð nemenda í íþróttafræði.