Fréttir
Íþróttafræðisvið HR hitar upp fyrir leiki Íslands með glænýjum lagalista
Það styttist í að karlalandslið Íslands í knattspyrnu hefji leikinn á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi en á morgun, laugardag, verður leikur liðsins og Argentínu. Það má búast við því að flestir landsmenn horfi á leikinn og mun biðin eftir honum væntanlega reynast mörgum erfið.
Nokkur hundruð brautskráningarkandídatar Háskólans í Reykjavík verða önnum kafnir við að útskrifast í Hörpu en aðrir geta stytt sér stundir við að hlusta á nýjasta lagalista HR á Spotify sem var settur saman af íþróttafræðisviði, að sjálfsögðu.
Áfram Ísland!