Fréttir eftir árum


Fréttir

Íþróttafræðisvið og Körfuknattleikssamband Íslands skrifa undir samstarfssamning

22.9.2017

Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) og íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík gerðu nýlega með sér samstarfsamning. Íþróttasvið HR mun á næstu tveimur árum sjá um mælingar á líkamlegri getu leikmanna kvennalandsliða Íslands og veita ráðgjöf um líkamsþjálfun byggða á niðurstöðum mælinga.  

Í tenglsum við þá vinnu verður gerð yfirgripsmikil rannsókn á líkamlegri getu leikmanna kvennalandsliða Íslands í körfuknattleik. Það er von bæði KKÍ og íþróttafræðisviðs HR að samstarfið muni verða til þess að íslenskur kvennakörfubolti muni eflast og styrkjast enn frekar.

Fulltrúar frá íþróttafræðisviði HR og Körfuknattleikssambandinu takast í hendurFulltrúar íþróttafræðisviðs HR og KKÍ skrifa undir samninginn.