Fréttir eftir árum


Fréttir

Kamilla Rún Jóhannsdóttir ráðin forseti sálfræðideildar HR

Dr. Kamilla Rún Jóhannsdóttir hefur verið ráðin deildarforseti sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík.

30.11.2021

Dr. Kamilla Rún Jóhannsdóttir hefur verið ráðin deildarforseti sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík.

Kamilla Rún lauk doktorsnámi í sálfræði í þverfaglegum hugvísindum frá Carleton University í Kanada árið 2004 og BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Hún hefur verið forstöðumaður grunnnáms í sálfræði við HR síðan 2014, lektor við sálfræðideild frá 2019 og hún hefur gegnt stöðu deildarforseta sálfræðideildar í afleysingum frá 1. október á þessu ári. Þá hefur Kamilla setið í siðanefnd HR frá 2011 og verið formaður námsráðs sálfræðideildar.

Dr. Kamilla Rún Jóhannsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík

 Dr. Kamilla Rún Jóhannsdóttir deildarforseti sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík

Kamilla hefur tekið virkan þátt í stefnumótun sálfræðideildarinnar allt frá stofnun sem og uppbyggingu grunnnámsins. Hún tekur við stöðunni af dr. Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur sem nýverið tók við stöðu sviðsforseta samfélagssviðs.

Kamilla er virtur vísindamaður á sviði hugrænnar og hagnýttrar sálfræði og hefur leitt og tekið þátt í stórum þverfaglegum rannsóknarverkefnum. Meðal helstu rannsóknaverkefna má nefna rannsóknir á greiningu streitu, álags og þreytu í flugumferðastjórn í gegnum mælingar á lífeðlisfræðilegum þáttum og gervigreind og rannsóknir á hugrænni færni í tengslum við svefnraskanir. Kamilla hefur birt fjölmargar vísindagreinar í alþjóðlegum vísindaritum. Þá hefur hún mikla reynslu af kennslu á háskólastigi, er leiðbeinandi doktorsnema í sálfræði við sálfræðideild og hefur leiðbeint fjölda meistaranema og BSc nema í rannsóknarverkefnum.