Kemur að góðu gagni í daglegu lífi
Spennandi verkefni tengd sálfræðináminu
Guðjón Ágústsson fékk tækifæri til að sinna alls kyns spennandi verkefnum í tengslum við sálfræðinám sitt í HR. Guðjón útskrifaðist með BSc gráðu í fyrra en utan veggja skólans stundar hann handbolta af kappi.
Sálfræðin getur einmitt komið að miklu gagni í verkefnum í daglegu lífi þar sem hugsanir, hegðun og tilfinningar eiga í hlut – eins og í handboltanum. Slík hagkvæmni er það sem heillar mig einna mest við greinina. Meðfram grunnnáminu fékk ég líka tækifæri til að vinna mörg spennandi verkefni. Þar má nefna vinnu sem spyrill í geðheilsurannsókn og við aðstoðarkennslu á vegum sálfræðideildar. Í vettvangsnáminu sem boðið er upp á fékk ég að starfa á Kvíðameðferðarstöðinni þar sem ég kynntist vinnu og starfsumhverfi sálfræðinga sem sinna meðferðarvinnu. Á sumrin og í fríi frá skóla vann ég á sambýlum og á réttargeðdeild á Kleppi þar sem ég fékk reynslu á að vinna með fólki með andlega erfiðleika og þroskaskerðingar.
Í framtíðinni stefnir Guðjón á fara í framhaldsnám í sálfræði á erlendri grundu.
Mig langar að komast inn á braut með áherslu á forvarnir og hlutverk og líðan feðra í fjölskyldulífinu. Það kitlar bæði að vinna í akademíunni (rannsóknum og kennslu) og praktíkinni (meðferðarvinnu) í framtíðinni en tíminn verður að leiða í ljós hvar maður endar.
Nám í sálfræði er fyrir þá sem vilja skilja hugsun, hegðun og tilfinningar fólks. Það hentar þeim sem hafa áhuga á því hvernig má hafa áhrif á hegðun einstaklinga og hópa, langar að bæta velferð og heilsu fólks og vilja stunda sálfræðilegar tilraunir og rannsóknir. Umsóknarfrestur um nám í sálfræði í HR er til 5. júní. Smelltu hérna til að skoða nánari upplýsingar um sálfræði í HR.