Fréttir eftir árum


Fréttir

Kennsla fellur niður í HR föstudaginn 14. febrúar

13.2.2020

Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir morgundaginn, föstudaginn 14. febrúar, auk þess sem Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi. Því hefur verið ákveðið að öll kennsla falli niður á morgun. Nemendur og starfsmenn eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum frá veðurstofu og almannavörnum, fara varlega og vera heima þar til aðstæður leyfa annað.