Fréttir eftir árum


Fréttir

Keppa fyrir Íslands hönd

26.2.2019

Lið lagadeilar HR bar sigur úr býtum í landsútsláttarkeppni fyrir hina alþjóðlegu Phillip C Jessup málflutningskeppni sem haldin var í Lissabon fyrir helgi. Aðeins einn skóli frá hverju landi hefur keppnisrétt og bar HR sigurorð af HÍ. Liðið vann einnig tvo "vináttuleiki" við háskóla frá Lúxemborg og Litháen. Það er því ljóst að lið HR mun keppa fyrir Íslands hönd í Washington í apríl. 

LagateymidFrá vinstri: Rónán Doherty, Diljá Helgadóttir, Cassandre Besson og Friðbert Þór Ólafsson

Auk þess að sigra í keppni átti liðið besta málflutningsmanninn en Friðbert Þór Ólafsson valinn málflutningsmaður keppninnar.

Phillip C Jessup málflutningskeppnin er sú stærsta og elsta sinnar tegundar í heiminum. Árið 2018 kepptu yfir 600 háskólar í keppninni frá yfir 100 löndum. Það má því búast við harðri og spennandi keppni í Washington í apríl.