Fréttir eftir árum


Fréttir

Keppa í Hollandi í sumar

13.6.2019

Nýr kappakstursbíll, RU19, sem smíðaður var af nemendum í Háskólanum í Reykjavík var sýndur í HR í gær, miðvikudag.

RU Racing

Hópur nemenda Háskólans í Reykjavík mun keppa á bílnum í Hollandi í sumar. Hópurinn heitir RU Racing og var stofnaður árið 2015. Liðið hefur tekið þátt í Formula Student kappaksturskeppninni þrisvar sinnum, ætíð með nýjum bíl á hverju ári, og er þetta í fjórða sinn sem haldið er út til keppni. Í Hollandi í sumar mun liðið keppa við 70 lið frá háskólum hvaðanæva að.

Nemendur afhjúpa bíl í tröppum í SólinniSkiptu út málmum

Í slíkum keppnum mæta nemendur frá öllum helstu háskólum heims til að keppa á bílum sem þau hafa smíðað sjálf. RU Racing hefur hingað til gengið mjög vel í keppninni og hefur alltaf komist í gegnum allar öryggisprófanir. Með samstarfi við nokkur af stærstu tæknifyrirtækjum landsins, meðal annars Össur, Marel og CCP, hafa liðsmenn aflað sér mikillar þekkingar og reynslu í hönnun og smíði. Liðið hefur betrumbætt bílinn mjög mikið í ár, meðal annars með því að bæta við fram- og afturvængjum, endurbæta kælikerfið og létta bílinn á einn eða annan hátt með því að skipta út þungum málmum fyrir koltrefjar.

Nemendur úr mörgum greinum

Það eru nemendur úr bæði iðn- og tæknifræðideild og verkfræðideild sem mynda RU Racing. Hópurinn hefur aðstöðu á fyrstu hæð háskólabyggingarinnar og segja liðsmenn hana vera sitt annað heimili enda er verkefnið tímafrekt. Hægt er að sjá myndbönd frá æfingum og fylgjast með gengi liðsins á Facebook-síðunni:

Tveir nemendur tala saman