Fréttir eftir árum


Fréttir

Keppt í ísboðhlaupi og skutlukeppni

Ólympíuleikar SFHR

19.9.2022

Stúdentafélagið í HR stóð fyrir árlegum Ólympíuleikum SFHR í síðustu viku. Þar koma nemendur úr öllum deildum innan skólans saman og keppa í nokkuð nýstárlegum og skemmtilegum greinum m.a. ísboðhlaupi og skutlukeppni svo og hefðbundnari íþróttagreinum. Að vanda endaði Ólympíuvikan með risa alvöru Ólympíupartýi þar sem nokkur hundruð nemendur mættu og skemmtu sér saman.
P1122604

Jón Goði Ingvarsson, forseti Stúdentafélags HR, segir vikuna hafa gengið vel í ár og gaman hafi verið að sjá hversu margir nemendur sýndu leikunum áhuga.


Allar hæðir í Sólinni troðfylltust í hádeginu þar sem nemendur mættu til að horfa og hvetja sína deild og sitt nemendafélag áfram. Í partýinu voru síðustu þrjár keppnirnar haldnar og sigurvegari krýndur sem þetta árið var Pragma, nemendafélag iðn- og verkfræði nema og óskum við þeim innilega til hamingju. Eftir verðlauna afhendingu tóku við tónlistaratriði og meiri skemmtun. Öll vikan í heild sinni var mjög skemmtileg og spennandi. Við þökkum keppendum kærlega fyrir þátttökuna og erum virkilega spennt fyrir restinni af önninni með nemendum.
P1122785


Úrslit leikanna urðu eftirfarandi:

  • 1. Pragma, tækni- og verkfræðinemar
  • 2. Tvíund, tölvunarfræðinemar
  • 3. Atlas, íþróttafræðinemar
  • 4. Markaðsráð, viðskipta- og hagfræðinemar
  • 5. Mentes, sálfræðinemar
  • 6. Lögrétta, lögfræðinemar

 

P1112163