Fréttir eftir árum


Fréttir

Kynnast íslenskri sundmenningu

Sundkennsla á vegum HR fyrir skjólstæðinga Kvennaathvarfins

4.4.2022

Nemendur í sundáfanga innan íþróttafræðideildar HR hafa, undir handleiðslu Inga Þórs Einarssonar, lektors við íþróttafræðideild, kennt hópi skjólstæðinga Kvennaathvarfins að synda.

Sumar kvennanna í hópnum koma erlendis frá og hafa jafnvel ekki haft tækifæri til að læra að synda hingað til. Sundkennslan er því sannarlega samfélagslega eflandi fyrir hópinn enda sundmenning mikil og rík á Íslandi.

„Við eigum engin orð til að lýsa þakklæti okkar yfir þessu frábæra tækifæri sem Ingi og snillingarnir hans gefa konunum okkar og ekki síður börnunum þeirra sem eiga allt í einu sundmömmur með öllum þeim lífsgæðum sem því fylgir,” segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.

ICE_5951-copy

Sundkennslan er samfélagslega eflandi fyrir hópinn enda sundmenning mikil og rík á Íslandi.

Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttadeildar, segir starfsfólk innan deildarinnar himinsælt með að geta lagt athvarfinu lið á þennan hátt um leið og kennslan sé frábært lærdómstækifæri fyrir nemendur.