Fréttir eftir árum


Fréttir

Langar þig að taka þátt í nýrri rannsókn á hreyfiveiki í Hreyfivísindasetri HR?

31.7.2020

Langar þig að taka þátt í nýrri rannsókn á hreyfiveiki í Hreyfivísindasetri HR? Rannsóknin fer fram í gegnum sýndarveruleika á palli sem hreyfist og líkir eftir öldum sem þátttakendur sjá í sýndarveruleikagleraugum. Á meðan þátttakendur upplifa ölduhreyfingarnar eru gerðar mælingar á viðbrögðum með heilalínuriti, mælingu á hjartsláttartíðni, vöðvariti, mælingu á súrefnismettun og líkamsstöðu. Þátttakendur eru einnig beðnir um að svara stuttum spurningalistum um heilsufar sitt og næmni fyrir hreyfiveiki. Markmið rannsóknarinnar eru meðal annars að þróa nýjar aðferðir til að mæla og meta líffræðilega þætti hreyfiveiki ásamt því að auka skilning á orsökum hennar sem kann að leiða til þróunar aðferða til þess að draga úr einkennum hreyfiveiki.
Engra persónugreinanlegra upplýsinga er aflað í rannsókninni. 

Hægt er að skrá þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið bioenglab@ru.is .