Fréttir eftir árum


Fréttir

Leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi fyrir haustið 2021

13.8.2021

Menntamálaráðuneytið hefur gefur út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi fyrir haustið 2021, sjá hér. Samkvæmt þeim verður kennt samkvæmt stundaskrá eftir helgina. Þar sem ekki er hægt að virða eins metra nándarreglu skulu nemendur og starfsfólk bera grímu. Heimilt er að víkja frá grímuskyldu eftir að nemendur eru sestir inni í skólastofu. Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými og blöndun á milli hópa er leyfileg.

Snertifletir verða áfram sótthreinsaðir á milli hópa og eins og áður er mikilvægt að hver og einn gæti að sínum persónulegu sóttvörnum, m.a. með reglulegum handþvotti.

Við hlökkum til að sjá ykkur!