Lið frá MA og MR sigruðu Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2016
Það voru lið frá Menntaskólanum á Akureyri og Menntaskólanum í Reykjavík sem sigruðu í Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2016 sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Keppnin var nú haldin í 14. sinn og hafa aldrei fleiri tekið þátt, eða um 130 nemendur úr níu framhaldsskólum. Keppnin var nú í fyrsta skipti einnig haldin á Akureyri.
Vegleg verðlaun voru í boði í keppninni og sigurliði í Commodore 64k flokknum býðst m.a. niðurfelling á skólagjöldum á fyrstu önn í tölvunarfræði við HR.
Svipmyndir og viðtöl frá keppninni
Sjá myndir frá keppninni á Facebook síðu HR
Úrslit
Commadore 64 (erfiðleikastig 2)
Fyrir nemendur sem eru lengra komnir eða hafa góð tök á forritun og treysta sér til að leysa krefjandi verkefni.
1. sæti
Níels Karlsson, Menntaskólanum á Akureyri
- Atli Fannar Franklín
- Brynjar Ingimarsson
- Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson
2. sæti
Darkness Consumes Me, Tækniskólanum
- Eyþór Örn Hafliðason
- Rolandas Mineika
- Alexander Sigmarsson
3. sæti
☼ + ☃ = ☠, Tækniskólanum
- Elías Snær Einarsson
- Ingólfur Ari Jóhannsson
- Viktor Sævarsson
Sinclair Spectrum 48k (erfiðleikastig 1)
Fyrir nemendur sem eru byrjendur í forritun en hafa áhuga á að öðlast reynslu. Hentar þeim sem eru að taka sinn fyrsta áfanga í forritun.
1. sæti
Los Magos, Menntaskólanum í Reykjavík
- Bjarni Dagur Thor Kárason
- Tristan Ferrua Edwardsson
2. sæti
Prophets of Konni, Tækniskólanum
- Bjarki Fannar Snorrason
3. sæti
Team Doules, Tækniskólanum
- Anton Freyr Magnússon
- Kristófer Haukur Hauksson
Nafnakeppni liðanna
Veitt eru verðlaun fyrir besta nafn á liði. Vinningsliðið var:
Victorious Secret, Menntaskólanum í Reykjavík
- Aðalbjörg Egilsdóttir
- Harpa Guðrún Hreinsdóttir
- Stefanía Katrín Finnsdóttir