Lið frá MH, MR og Tækniskólanum sigurvegarar Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2018
116 keppendur voru skráðir til leiks í Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem var haldin síðastliðna helgi í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri.
Keppt var í 46 liðum og að venju völdu lið sér sér deild eftir erfiðleikastigi, Beta-deild eða Delta-deild. Sú fyrri er fyrir nemendur sem eru lengra komnir og treysta sér til að leysa krefjandi forritunarverkefni. Sú síðarnefnda var fyrir byrjendur í forritun sem höfðu áhuga á að öðlast reynslu. Það var til mikils að vinna því meðlimir sigurliðsins í Beta deildinni fá niðurfelld skólagjöld á fyrsta ári í tölvunarfræðideild HR.
Keppnin hefur verið haldin á vegum tölvunarfræðideildar HR frá árinu 2009.
Úrslit í Beta deild
1. sæti - GULA GENGIÐ frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og Menntaskólanum í Reykjavík
- Bjarni Dagur Thor Kárason
- Tristan Ferrua Edwardsson
2. sæti - Forrit Moussaieff frá Menntaskólanum í Reykjavík
- Garðar Ingvarsson
- Helgi Sigtryggsson
- Elvar Wang Atlason
3. sæti - Sætar Kartöflur frá Menntaskólanum á Tröllaskaga, Fjölbrautaskólanum við Ármúla og Tækniskólanum
- Friðrik Njálsson
- Gamithra Marga
- Sigurður Orri Hjaltason
Úrslit í Delta deild
1. sæti - Byte me! frá Tækniskólanum
- Hannes Árni Hannesson
- Ásþór Björnsson
- Fannar Freyr Jónuson
2. sæti - ); DROP TABLE teams;-- frá Tækniskólanum
- Reynir Aron Magnússon
- Victor Wahid Ívarsson
- Birkir Finnbogi H. Arndal
3. sæti - Team Herbalife frá Menntaskólanum í Reykjavík
- Ragnheiður Tryggvadóttir
- Sesar Hersisson
Besta nafnið
„Lið Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem ætlar að taka þátt í Forritunarkeppni Framhaldsskólanna sem haldin er í Háskólanum í Reykjavík“
- Eiríkur Óli Eyþórsson
- Sverrir Hákon Marteinsson
- Ingvar Óli Ögmundsson
-
Hægt er að sjá dæmi frá fyrri keppnum á vefsíðu Forritunarkeppni framhaldsskólanna
-
Fleiri myndir frá keppninni eru á Facebook-síðu keppninnar