Liðin frá MK, MR og Tækniskólanum sigruðu
Forritunarkeppni framhaldsskólanna er haldin á vegum tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík á hverju ári. Hún er opin öllum nemendum í framhaldsskólum sem hafa áhuga á hönnun, forritun og tölvum. Keppnin í ár var haldin í HR dagana 13. - 14. mars.
45 lið voru skráð til leiks þetta árið og hafa aldrei verið fleiri.
Þar sem keppnin í ár var haldin á degi pí var þemað í ár stærðfræði og báru heiti deilda í keppninni þess merki; Kósínus, Sínus og Pí. Þrautir og viðfangsefni voru mismunandi eftir deildum og liðin völdu sjálf í hvaða deild þau kepptu.
Verðlaun voru veitt fyrir besta lið hverrar deildar, fyrir frumlegustu lausnina og besta nafn og lógó liðs. Úrslitin voru sem hér segir:
Nafnakeppni liðanna
Hakkalakkar - Menntaskólinn í Reykjavík
- Ómar Páll Axelsson
- Stefán Páll Sturluson
- Brynjar Ísak Arnarsson
Lógókeppni liðanna
H. Solo - Tækniskólinn
- Hermann Björgvin Haraldsson
Úrslit í Forritunarkeppninni
Sínus deildin: Undefined Object - Menntaskólinn í Reykjavík
- Garðar Andri Sigurðsson
- Páll Ágúst Þórarinsson
- Sigurður Jens Albertsson
Kósínus deildin: Table Flippers - Tækniskólinn
- Hilmar Tryggvason
- Jón Gunnar Hertervig
- Alexey Makeev
Pí deildin: Furduhlutur - Menntaskólinn í Kópavogi
- Níels Ingi Jónasson
Sá einnig: