Fréttir eftir árum


Fréttir

Lokakeppni Gulleggsins streymt

SEIFER á topp tíu í Gullegginu

4.2.2022

SEIFER, nemendaverkefni fjögurra nemenda úr HR, er komið á topp tíu í Gullegginu. Verkefnið snýst um búnað sem notaður er til að meta og skrá höfuðhögg íþróttamanna en það bar sigur úr býtum í nýsköpunarkúrsinum Nýsköpun og stofnun fyrirtækja árið 2021.

Búnaðurinn inniheldur hreyfi- og hröðunarnema sem mæla meðal annars höggkraft, hröðun og horntíðni höfuðhöggsins. Upplýsingar úr nemunum hjálpa til við að meta alvarleika höggsins og flýta greiningu á mögulegum heilahristingi. Með auðveldari greiningu getur íþróttamaður sem verður fyrir heilahristingi hafið bataferli strax og þannig minnkað líkur á langvarandi afleiðingum. 

Bjarki Fannar Snorrason, Bríet Eva Gísladóttir, Davíð Andersson og Guðrún Inga Marinósdóttir.

Bjarki Fannar Snorrason, Bríet Eva Gísladóttir, Davíð Andersson og Guðrún Inga Marinósdóttir.

Í ár bárust 155 hugmyndir í Gulleggið, þar af yfir 80 kynningar sem voru sendar inn í lokakeppnina sem vildu freista þess að komast í Topp 10, en það eru mun fleiri kynningar en oft áður. Nýsköpun og stofnun fyrirtækja er eitt af svokölluðum þriggja vikna námskeiðunum í Háskólanum í Reykjavík. Þar vinna nemendur í hópum undir handleiðslu kennara og sérfræðinga að þróun eigin viðskiptahugmyndar.

Lokakeppni Gulleggsins fer fram í hátíðarsal Grósku klukkan 16 í dag en keppninni verður streymt í samstarfi við Stöð 2 Vísi og beint á vefsíðu Gulleggsins. Bergur Ebbi mun opna keppnina.