Fréttir eftir árum


Fréttir

Luca Aceto nýr heiðursmeðlimur Evrópusamtaka um fræðilega tölvunarfræði

11.5.2021

Dr. Luca Aceto, forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík, er nú einn af heiðursmeðlimum Evrópusamtaka um fræðilega tölvunarfræði (European Association for Theoretical Computer Science). Alls voru sex fræðimenn útnefndir sem heiðursfélagar þetta árið. 

Þessa nafnbót hlýtur Luca vegna framlags síns til grunnrannsókna á samtímakenningum (e. concurrency theory) og þátt sinn í uppbyggingu samráðsvettvangs og samfélags vísindafólks sem fæst við fræðilegra tölvunarfræði. 

Samtök fræðilegrar tölvunarfræði í Evrópu (EATCS) eru alþjóðleg vísindasamtök sem voru stofnuð árið 1972. Tilgangurinn var að búa til vettvang fyrir vísindafólk á þessu sviði og auka samvinnu fræðilegrar og hagnýtrar tölvunarfræði. Fræðileg tölvunarfræði er meðal áherslusviða tölvunarfræðideildar.

Luca Aceto um mikilvægi tölvunafræðinnar: 

Luca er meðlimur í Þekkingarsetri í fræðilegri tölvunarfræði (ICE-TCS) við tölvunarfræðideild HR. Setrið heldur úti öflugum rannsóknum og reglulegum viðburðum. Magnús Már Halldórsson, prófessor við tölvunarfræðideild og forstöðumaður ICE-TCS hlaut sömu nafnbót í fyrra og á tölvunarfræðideild HR því tvo heiðursmeðlimi í samtökunum.

Lesa meira?