Fréttir eftir árum


Fréttir

Mæla áhrif æfinga á háls og höfuð íþróttafólks í rauntíma

27.2.2020

Með samstarfi íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og sprotafyrirtækisins NeckCare verður hægt að gera rauntímamæl­ing­ar á íþrótta­mönn­um við æf­ing­ar og í keppni. Með niðurstöðum slíkra mælinga verður hægt að leggja hlut­lægt mat á áhrif þjálf­un­ar á af­reksíþrótta­fólk og al­menn­ing og um leið bregðast við með inn­gripi fagaðila og/eða þjálf­ara.

Íþrótta­fræðideild og NeckCare skrifuðu nýlega und­ir sam­starfs­samn­ing um rann­sókn­ir á háls- og höfuðmeiðslum íþrótta­fólks. Innan íþróttafræðideildar hafa verið gerðar rannsóknir á áhrifum höfuðhögga á íþróttafólk, innan vallar og utan. NeckCare er sprotafyrirtæki sem hefur á að skipa vísindamönnum og sérfræðingum í m.a. heilbrigðisverkfræði, eðlisfræði og endurhæfingu.

Kona og karl standa við hátt borð í Sólinni og skrifa undir samningHafrún Kristjánsdóttir og Þor­steinn Geirs­son, fram­kvæmda­stjóri NeckCare Hold­ing skrifa undir samstarfssamninginn.

Nemendur læra á mælitæknina

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, forseti íþróttafræðideildar, sagði samninginn gera deildinni mögulegt að tryggja aðgengi að hlutlægum hreyfigögnum „og mun án nokkurs vafa verða okkur ótæmandi auðlind og verðmætt verkfæri til að efla íþróttafræðirannsóknir á Íslandi.“

NeckCare mun sjá HR og nemendum í íþróttafræði fyrir nákvæmum mælitækjum og gefa þeim kost á að læra á þá tækni. „Samningurinn færir okkur mikil sóknarfæri inn á svið almennrar heilsueflingar og afreksíþrótta. Sem dæmi má nefna þá er að hefjast rannsókn á háls- og höfuðáverkum í samstarfi við NeckCare og Læknadeild Há· skóla Íslands og erum við mjög spennt að kynna niðurstöður þeirrar rannsóknar,“ segir Hafrún.