Fréttir eftir árum


Fréttir

Málþing lagadeildar í tilefni 20 ára afmælis

9.9.2022

Lagadeild Háskólans í Reykjavík efnir til málþings í tilefni af 20 ára afmæli deildarinnar.

Lagadeild HR var stofnuð árið 2002 og voru fyrstu nemendurnir útskrifaðir þaðan árið 2005 og voru þá 42. Frá fyrstu útskrift deildarinnar hafa að jafnaði um hundrað nemendur verið brautskráðir og voru þeir 96 við síðustu útskrift í júní síðastliðnum.

Fjöldi rýma bíður upp á lesaðstöðu í Háskólanum í ReykjavíkLagadeild HR hefur frá upphafi lagt áherslu á gæði kennslu, fagmennsku og fjölbreytileika í fræðilegri umræðu, kennslu og aðferðafræði og vandaða endurgjöf til nemenda. Nemendur öðlast traustan, fræðilegan grunn og með verkefnatengdu námi er leitast við að vinna með námsefnið og beita lögfræðilegri aðferðafræði. Þar er unnið með hugmyndina um, að lögfræði sé ekki eintóna og óbreytileg, heldur margvísleg, bæði hvað snertir viðfangsefni, aðferðafræði og tengsl við aðrar greinar, og leiðir til að miðla henni. Þennan fjölbreytileika er reynt að sýna í námsframboði um leið og lögð er áhersla á að nýta nýjar leiðir við miðlun þekkingar.

Málþingið verður haldið í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 29.september kl.14:00 – 16:00.

Dagskrá:

 • 14:00 Ávarp - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra
 • Dr. Guðmundur Sigurðsson prófessor – Hvernig ber að ákveða fjárhæð miskabóta?
 • Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor – Tjáningarfrelsi og æruvernd á tímum Metoo
 • Sindri M Stephensen dósent – Tækniþróun og viðbrögð löggjafans
 • Dr. Margrét Einarsdóttir prófessor og Dr. Gunnar Þór Pétursson prófessor - Lagakennsla í Evrópurétti í ljósi áskorana nútímans
 • Dr. Snjólaug Árnadóttir lektor og Heimir Örn Herbertsson sérfræðingur - Samspil samkeppnisréttar og umhverfisréttar

Boðið verður upp á veitingar að málþingi loknu.

Öll velkomin en mælst er til að skrá þátttöku á málþingið hér

///

Reykjavík University's Department of Law will have a symposium to celebrate the department's 20th anniversary.

The Department of Law of HR was founded in 2002; the first students graduated in 2005 and were 42. Since the first graduation, on average, about a hundred students have graduated annually, and there were 96 at the last graduation last June.

The symposium will be held in room M101 at Reykjavík University on Thursday, September 29, from 2:00 pm - 4:00 pm. The symposium is in Icelandic.

Schedule:

14:00 Speech - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Minister of Foreign Affairs

 • Dr. Professor Guðmundur Sigurðsson – Hvernig ber að ákveða fjárhæð miskabóta?
 • Halldóra Þorsteinsdóttir, Assistant Professor - Tjáningarfrelsi og æruvernd á tímum Metoo
 • Sindri M Stephensen Associate Professor – Tækniþróun og viðbrögð löggjafans
 • Dr. Margrét Einarsdóttir, Professor and Dr. Gunnar Þór Pétursson, Professor - Lagakennsla í Evrópurétti í ljósi áskorana nútímans
 • Dr. Snjólaug Árnadóttir Assistant Professor, and Heimir Örn Herbertsson, Senior Scientist - Samspil samkeppnisréttar og umhverfisréttar

Refreshments will be served afterward.

Everyone is welcome, but it is recommended to register your participation here .