Fréttir eftir árum


Fréttir

Málþing um heimilisofbeldi haldið í HR

18.5.2015

Málþingið „Heimilisofbeldi: veruleikinn á Íslandi“ var haldið síðastliðinn föstudaginn, 15. maí í HR. Það var haldið á vegum lagadeildar HR í samstarfi við Kvennaathvarfið, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, velferðarsvið Reykjavíkurborgar og umboðsmann barna.
Svala Ísfeld ÓlafsdóttirSvala Ísfeld Ólafsdóttir í ræðustóli
Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, fjallaði um þá þörf sem hún telur að sé á að setja sérstakt ákvæði um heimilisofbeldi í íslenska refsilöggjöf. Hún sagði það tímabært að setja inn ákvæði í lögin sem endurspegli alvarleika brotanna og sem jafnframt veiti þolendum fullnægjandi réttarvernd.


Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfs, fjallaði í sínu erindi um íslenskan veruleika úr athvarfinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir,lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, kynnti breytta starfshætti lögreglunnar þegar hún er kölluð á vettvang slíkra brota. Sigríður studdi kröfu Svölu um sérstakt ákvæði í íslenska refislöggjöf. 


Guðrún Kristinsdóttir, prófessor á Menntavísindasviði HÍ og ritstjóri bókarinnar Ofbeldi á heimili með augum barna, sem kom út á síðasta ári, greindi frá frásögnum barna af heimilisofbeldi. Einnig hélt erindi Geir Gunnlaugsson, barnalæknir og prófessor við HR, sem hefur staðið að fjölmörgum rannsóknum á ofbeldi gegn börnum á Íslandi fyrr og nú.


Erindi Guðrúnar Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþingismanns og tengiliðs vistheimila, vakti mikla athygli enda ákvað Guðrún að nota þetta tækifæri til að greina frá eigin reynslu af heimilisofbeldi.