Fréttir eftir árum


Fréttir

MAR sigraði Vitann hugmyndasamkeppni sjávarútvegsins

Keppnin hefur verið haldin með dyggum stuðningi SFS, Icelandair Cargo og bandaríska sendiráðinu síðan árið 2015

23.1.2023

Vitinn-04626

Keppnin í ár var einstaklega hörð en hér sést vinningsliðið í ár, MAR, taka við verðlaunum.  

Vitinn, hugmyndasamkeppni sjávarútvegsins, var haldin fyrir nemendur HR nú á laugardaginn. Keppnin hefur verið haldin með dyggum stuðningi SFS og Icelandair Cargo síðan 2015 en í ár unnu keppendur að lausnum og þróun fyrir Síldarvinnsluna.

Nýsköpunarkeppnir sem þessar eru mikilvæg reynsla fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík sem öðlast með keppninni dýrmæta þekkingu á raunhæfu verkefni í samstarfi við farsælt sjávarútvegsfyrirtæki. Er keppnin gott dæmi um frábært samstarf Háskólans í Reykjavík við atvinnulífið þar sem tvinnast saman nýsköpun, þekking og frumkvöðlahugsun.

Vitinn-04631

Keppendur ásamt forsvarsfólki samstarfs fyrirtækja og Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur, sviðsforseta samfélagssviðs.

Keppnin í ár var einstaklega hörð þar sem öll lið komu fram með góðar hugmyndir og ríkti mikil ánægja með afrakstur nemenda sem komu úr flestum deildum HR. Vinningsliðið í ár kallast MAR og er skipað þeim Jakobi Frey Sveinssyni, Hákoni Hákonarssyni, Sæþóri Orrasyni , Birgittu Rós Ásgrímsdóttur og Pedro Þór Roismann Guðmundssyni. Sneri verkefni þeirra að síldarvinnslu og síldarafurðum á Bandaríkjamarkaði. Sigurvegarar Vitans fara fyrir hönd HR á sjávarútvegssýninguna í Boston nú í vor og heimsækja einnig Síldarvinnsluna á Neskaupsstað.Önnur lið sem kepptu voru; Green Nordics, Marine Industry Innovations, Leiftur, Shipping up to Boston, Fagur Fiskur í Sjó og Rétta leiðin.

Þátttaka í Vitanum krefst ekki sérstakrar kunnáttu, eða þekkingar á sjávarútvegi, heldur einungis skapandi hugsunar og góðrar samvinnu. Keppendur fengu senda áskorun með tölvupósti á fimmtudegi og höfðu þrjá daga til að vinna að hugmyndum undir leiðsögn sérfræðinga í atvinnulífinu. Liðin kynntu síðan hugmyndir sínar á laugardeginum. 

/// 

Vitinn, an innovative competition linked to the fishing industry in Iceland, was held this Saturday for RU students. The competition has been held with the loyal support of Fisheries Iceland (SFS) and Icelandair Cargo since 2015, but this year the competitors worked on solutions and development for Síldarvinnslan.

Innovation competitions like these are an important experience for Reykjavík University students who, through the competition, gain valuable knowledge about a viable project in collaboration with a successful fishing company. The competition is a good example of Reykjavík University's excellent cooperation with the business world, where innovation, knowledge, and entrepreneurial thinking come together.